Andvari - 01.01.1982, Side 90
88
LOFTUR GUTTORMSSON
ANDVARI
Á undangengnum áratugum hafði Burke getið sér orð fyrir djarflegan
málflutning í neðri málstofu breska parlamentsins til stuðnings samlöndum
sínum, Irum, og frelsisstríði Bandaríkjamanna. Hinir frjálslyndari flokks-
bræður hans meðal whigga þóttust því illa sviknir þegar hinn sami Burke
snerist öndverður gegn málstað frönsku byhingarinnar í ræðu sem hann
flutti í neðri málstofunni í febrúar 1790. I ræðunni lýsti hann því yfir
,,hve umhugað sér væri að halda ókyrrðinni sem hefði gosið upp í Frakk-
landi í skefjum í Englandi“, enda kvaðst hann viss um að ýmsir illa innrættir
menn hefðu sýnt ríka tilhneigingu til að benda á franska umbótaandann
samlöndum sínum til eftirbreytni. Svo gjörsamlega væri hann mótfallinn
hverri minnstu tilraun til þess að koma á lýðræði með aðferðum þeirra,
sem og sjálfum tilganginum, að hann mundi ekki afbera ef svo ólíklega
færi að einhver vinur hans yrði bendlaður við slíkt athæfi; þá mundi
hann „snúa baki við jafnvel bestu vinum sínum og taka höndum saman við
svörnustu fjandmenn sína til þess að berjast hvort sem væri gegn aðferð-
unum eða tilganginum; og veita viðnám nýjungarandanum í hvaða mynd
sem hann birtist“.2
Viðbrögð Burkes sýndu Ijóslega að í vitund hans var franska byltingin
annars eðlis en hin ameríska sem hann hafði ýmist varið eða a.m.k. látið
hjá líða að fordæma. Ummæli sín staðfesti hann eftirminnilega í nóvember
þetta sama ár (1790) þegar hann gaf út Hugleiðingar um byltinguna í Frakk-
landi. Þar sagði Burke allri hugmyndafræði frönsku byltingarmannanna
stríð á hendur. Frakkar væru með mannréttindakenningu sinni á góðri leið
með að rekja upp uppistöðuvef sjálfs þjóðfélagsins, ekki aðeins í Frakklandi,
heldur og annars staðar, og stefndu blindandi inn á braut algjörrar nýbreytni.
„Ytrustu varkárni er þörf ef einhver skyldi dirfast að kollvarpa byggingu
sem hefur fullnægt öldum saman á nokkurn veginn viðunandi hátt sam-
eiginlegum markmiðum þjóðfélagsins, eða reisa hana aftur við án þess
að hafa fyrir sjónum fyrirmyndir eða snið sem hafa revnst gagnleg.“3
I riti Burkes kemur fram það sem nú má kalla hið klassíska viðhorf íhalds-
mannsins. Þjóðfélagið er lífræn, samhangandi og dulræn heild sem hefur
hefðir og erfðavenju fyrir líftaug. Þó að þjóðfélagið sé í vissum skilningi
samningur verður honum ekki sagt upp eins og kaupsamningi sem aðilar
gera með sér á grundvelli stundarhagsmuna. Þjóðfélagssamninginn ber að
virða á annan veg:
„ . . . því hann veitir ekki hlutdeild í hlutum er þjóna einungis hrjúfri
tilveru dýrsins, tímabundinni og forgengilegri í eðli sínu. Hann veitir
hlutdeild í öllum vísindum og öllum listum; hann er félag um hverja
dyggð og hverja fullkomnun. Þar sem tilgangi slíks félags verður ekki