Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 90

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 90
88 LOFTUR GUTTORMSSON ANDVARI Á undangengnum áratugum hafði Burke getið sér orð fyrir djarflegan málflutning í neðri málstofu breska parlamentsins til stuðnings samlöndum sínum, Irum, og frelsisstríði Bandaríkjamanna. Hinir frjálslyndari flokks- bræður hans meðal whigga þóttust því illa sviknir þegar hinn sami Burke snerist öndverður gegn málstað frönsku byhingarinnar í ræðu sem hann flutti í neðri málstofunni í febrúar 1790. I ræðunni lýsti hann því yfir ,,hve umhugað sér væri að halda ókyrrðinni sem hefði gosið upp í Frakk- landi í skefjum í Englandi“, enda kvaðst hann viss um að ýmsir illa innrættir menn hefðu sýnt ríka tilhneigingu til að benda á franska umbótaandann samlöndum sínum til eftirbreytni. Svo gjörsamlega væri hann mótfallinn hverri minnstu tilraun til þess að koma á lýðræði með aðferðum þeirra, sem og sjálfum tilganginum, að hann mundi ekki afbera ef svo ólíklega færi að einhver vinur hans yrði bendlaður við slíkt athæfi; þá mundi hann „snúa baki við jafnvel bestu vinum sínum og taka höndum saman við svörnustu fjandmenn sína til þess að berjast hvort sem væri gegn aðferð- unum eða tilganginum; og veita viðnám nýjungarandanum í hvaða mynd sem hann birtist“.2 Viðbrögð Burkes sýndu Ijóslega að í vitund hans var franska byltingin annars eðlis en hin ameríska sem hann hafði ýmist varið eða a.m.k. látið hjá líða að fordæma. Ummæli sín staðfesti hann eftirminnilega í nóvember þetta sama ár (1790) þegar hann gaf út Hugleiðingar um byltinguna í Frakk- landi. Þar sagði Burke allri hugmyndafræði frönsku byltingarmannanna stríð á hendur. Frakkar væru með mannréttindakenningu sinni á góðri leið með að rekja upp uppistöðuvef sjálfs þjóðfélagsins, ekki aðeins í Frakklandi, heldur og annars staðar, og stefndu blindandi inn á braut algjörrar nýbreytni. „Ytrustu varkárni er þörf ef einhver skyldi dirfast að kollvarpa byggingu sem hefur fullnægt öldum saman á nokkurn veginn viðunandi hátt sam- eiginlegum markmiðum þjóðfélagsins, eða reisa hana aftur við án þess að hafa fyrir sjónum fyrirmyndir eða snið sem hafa revnst gagnleg.“3 I riti Burkes kemur fram það sem nú má kalla hið klassíska viðhorf íhalds- mannsins. Þjóðfélagið er lífræn, samhangandi og dulræn heild sem hefur hefðir og erfðavenju fyrir líftaug. Þó að þjóðfélagið sé í vissum skilningi samningur verður honum ekki sagt upp eins og kaupsamningi sem aðilar gera með sér á grundvelli stundarhagsmuna. Þjóðfélagssamninginn ber að virða á annan veg: „ . . . því hann veitir ekki hlutdeild í hlutum er þjóna einungis hrjúfri tilveru dýrsins, tímabundinni og forgengilegri í eðli sínu. Hann veitir hlutdeild í öllum vísindum og öllum listum; hann er félag um hverja dyggð og hverja fullkomnun. Þar sem tilgangi slíks félags verður ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.