Andvari - 01.01.1982, Síða 94
92
LGFTUR GUTTORMSSON
ANDVARI
Málsvörn byltingarmanns.
Þess var ekki langt að bíða að hinn enski frömuður íhaldsstefnunnar eign-
aðist andmælendur. Enginn varð honum jafnskæður og Thomas Paine. Paine
var enskur að uppruna, en hafði flust vestur um haf rétt áður en nýlendubúar
risu upp gegn ensku krúnunni. Hann hafði getið sér góðan orðstír vestra
sem höfundur róttækra bæklinga, m.a. um byltingarhernað. Aðeins þremur
mánuðum eftir að Hugleiðingar Burkes komu út birti Paine svar við þeim
undir titlinum Mannréttindi. Bókin var tileinkuð Georg Washington, forseta
Bandaríkjanna. I formála skrifaði höfundur bitur og vonsvikinn:
„Varla er til það skammaryrði í enskri tungu sem herra Burke hefur ekki
grafið upp til að hreyta í frönsku þjóðina og þjóðsamkomuna . . . Miðað
við þá afstöðu sem hann tók til amerísku byltingarinnar var eðlilegt að
ég teldi hann vin mannkynsins; og þar sem kunningsskapur okkar hófst
á þeim grunni hefði ég kosið heldur að mega vera áfram þeirrar skoð-
unar en þurfa að breyta henni.“14
Paine reyndist enginn eftirbátur fyrrverandi vinar síns í stóryrtum áfellis-
dómum. Um ástæðurnar fyrir hinum hlýju móttökum sem Hugleiðingarnar
höfðu hlotið hjá aðalsmönnum Evrópu fórust honum m.a. svo orð:
„Hann skrifar hvorki að hætti Frakka né Englendings, heldur að hætti
þess smjaðurslega skapnaðar sem þekktur er um öll lönd og er einskis
manns vinur, hirðmannsins. Hvort hirðin heitir Versalir, St. James eða
Carlton House eða eitthvað annað skiptir ekki máli; því ránseðli allra
hirða og hirðmanna er samt við sig. Þær framfylgja sömu stefnu um
alla Evrópu sem fer í engu eftir hagsmunum þjóðanna; og meðan þær
sýnast vera að deila eru þær ásáttar um að ræna. Af engu getur hirð eða
hirðmanni stafað meiri skelfing en af frönsku byltingunni. Það sem er
til blessunar þjóðunum er hirðunum til hrellingar.“ir’
Rit Thomas Paines var skelegg málsvörn fyrir frönsku byltinguna. Lofsöng
Burkes um hirðina í Versölum svaraði hann eftirminnilegum orðum: ,,Hann
aumkast yfir fiðrið, en gleymir deyjandi fuglinum.“111 En gegn sjálfum kjarn-
anum í kenningu andstæðings síns, þ.e. að hver núlifandi kynslóð sé á marg-
víslegan hátt bundin hefðum og fordæmum forfeðranna, hélt Paine fram
kröfunni um þjóðarfullveldi sem franska byltingin hafði borið fram til sigurs:
„Hverri öld og hverri kynslóð hlýtur að vera frjálst að aðhafast í eigin
þágu, í öllum tilvikum, eins og aldirnar og kynslóðirnar sem á undan
gengu. Sá hrokagikksháttur að stjórna handan grafar og dauða er hlá-
legasta og svívirðilegasta harðstjórn sem um getur. Einn maður á engan