Andvari - 01.01.1982, Qupperneq 98
96
LOFTUR G UTTORMSSON
ANDVARl
einkanlega borin uppi af verka- og handverksmönnum. Helsta driffjöðurin
var Bréfaskiptafélagið í Lundúnum - London Corresponding Society —
fyrstu stjórnmálasamtök verkamanna sem um getur. Það var stofnað af
skoskum skósmið, Thomas Hardy, í ársbyrjun 1792. Að tilhlutan hans voru
stofnuð systurfélög í Sheffield, Nottingham og mörgum öðrum borgum lands-
ins. Félagið hafði einkum á stefnuskrá sinni að berjast fyrir almennum kosn-
ingarrétti og réttlátari kjördæmaskipan. Félagslegar umbætur voru líka ofarlega
á stefnuskrá þess eins og marka má af eftirfarandi svari sem verkamaður einn
í Sheffield gaf við spurningunni um hvert væri markmið félagsins þar: ,,Upp-
lýsa alþýðuna, sýna alþýðunni fram á ástæður og orsakir þjáninga hennar og
rauna; hvers vegna manni sem vinnur baki brotnu þrettán eða fjórtán stundir
á dag tekst samt ekki að framfleyta fjölskyldu sinni.“2- Bréfaskiptafélagið
var m.ö.o. miðdepill róttækrar umbótabaráttu á landsmælikvarða. Skæðasta
vopn þess var hið vígreifa rit Thomas Paines sem áður getur. Sjálfur var
Paine félagi í svokölluðu Stjórnarskrárfélagi er laut forystu róttækra whigga-
borgara. Deildir þess störfuðu í öllum helstu borgum Englands og meðal
verkefna var að safna stígvélum og öðrum búnaði handa franska bvltingar-
hernum. Fjölmörg umbótafélög önnur lögðu hönd á plóg ,,jakóbínismans“,
en svo kölluðu andstæðingarnir hreyfinguna í óvirðingarskyni. Hún hefði
tvímælalaust notið meira fylgis ef hún hefði ekki rekist á hleypidóma sem
voru rótgrónir meðal bresks almennings í garð Frakka og annarra megin-
landsbúa; á teiknimyndum samtímans voru þeir sýndir grindhoraðir af sulti
við hliðina á hinum mjög svo þriflega John Bull.
Samstaða byltingarajlanna.
Að sjálfsögðu var öll þessi ólga sem ýmist kraumaði eða gaus upp um
vestanverða Evrópu sprottin af margvíslegum staðbundnum aðstæðum. Engum
gat þó blandast hugur um að hún var að miklu leyti brennd marki frönsku
byltingarinnar. Hún beindist hvarvetna gegn sömu þjóðfélagsöflunum, veldi
prinsa, forréttindastétta og fylgifiska þeirra meðal auðugra borgara. Eftir því
sem byltingin smitaði meira út frá sér varð hinum upplýstu mönnum, sem
höfðu í hálfgerðu hrekkleysi fagnað „falli harðstjórnarinnar“, æ betur ljóst
að hún táknaði ekki einasta upprisu ójarðneskrar frelsissólar; þeir sáu að
franska byltingin gerðist miklu nærgöngulli við sjálfan þjóðfélagslíkamann
en kynsystir hennar, ameríska byltingin. Franska byltingin táknaði m.a.
róttæka röskun eignarréttar - þótt hún hefði lýst hann friðhelgan í upp-
hafi - allsherjar upptöku kirkjugóss og brátt seildist hún í eignir þeirra
aðalsmanna sem stukku í útlegð norður eða austur á bóginn. Alvarlegast var
þó að byltingin virtist ekki ætla að virða nein landamörk. Var ekki tími til
þess kominn fyrir upplýsta menn að endurskoða afstöðu sína? Þýsku prins-