Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1982, Page 107

Andvari - 01.01.1982, Page 107
ANDVARI AFAMINNING 105 nesi, er sr. Pórður gerðist kapilán hjá sr. Jóni Bachmann árið 1836. Hjá þeim hjónum var þá hálfbróðir sr. Þórðar, Jón Árnason síðar bókavörður. Ekki var nema sjö ára aldursmunur á þeim frændunum. Jón Á. f. 1819, Jón Þ. f. 1826. Urðu þeir miklir mátar og alúðarvinir allt til æviloka. Skólaárin. Jón Þórðarson, prestssonurinn í Klausturhólum, fór mjög hina hefð- bundnu leið þeirra tíma á námsferli sínum. Enda þótt faðir hans, sr. Þórður, væri góðum gáfurn gæddur, mun hann ekki hafa verið lærdómsmaður nema í meðallagi. Ekki kenndi hann þessum syni sínum undir skóla, heldur sendi hann á 14. ári til sr. Ásmundar í Odda, þar sem hann var í /2 árs dvöl við lærdómsiðkanir. Þaðan lá. leiðin í Bessastaðaskóla, þar sem Jón var þrjú sein- ustu árin, sem skólinn var á Álftanesi. Þrjú seinni skólaárin var hann í Reykja- víkur lærða skóla og lauk stúdentsprófi vorið 1849. Þaðan lá leiðin beint í Prestaskólann, og lauk hann þar námi á venjulegum tíma - tveim vetrum. Sumarið milli þeirra var Jón við skriftir hjá sýslumanni Árnesinga, Þórði Guð- mundssyni, sem þá bjó í Hjálmholti. Svo segir í vitnisburði frá kennurum Prestaskólans, að Jón Þórðarson hafi stundað námið af alúð og kostgæfni, enda kom það fram á prófinu, þar sem hann fékk 49 st., en hæstu einkunn sem nemandi hlaut samkvæmt þessum einkunnarstíl var 52 st. ,,Hann hefur gáfur í betra lagi og sérlega góðar námsgáfur. Eins og hann er mesti alúðarmaður, eins hefur hann og reynzt siðprýðismaður og kurteis í umgengni.“ Á biskupskontór. Rakleiðis og með loflegum vitnisburði hafði nú Jón Þórðarson lokið sínum lærdómsferli. Honum var því í lófa lagið að fá lífvænlegt brauð með von eða vissu um betra prestakall síðar. En hann kaus að ganga inn um aðrar dyr í þjónustu kirkjunnar. Svo stóð á fyrir herra biskupnum, Helga Thordersen, að ,,eftirlætis“ skrifari hans, Oddur Sveinsson, var að yfirgefa kontórinn. Vígðist hann að Hrafnseyri vorið 1851. Við það losnaði biskupsritarastarfið. Hvarf nú Jón Þórðarson að því og hélt í fimrn næstu ár. Var hann mæta vel til þess fallinn, listaskrifari bæði fljótur og velvirkur. Hafði líka góða æfingu, því meðal annars, sem hann skrifaði í Bessastaðaskóla, voru Mannkynssögufyrirlestrar Sveinbjarnar Egilssonar upp á 600 bls. - Bréfabækur biskupsembættisins í tíð Jóns Þórðarsonar bera ritaranum gott vitni. En hann skrifaði fleira en embætt- isbréf. Hann lét sig ekki muna um að skrifa allar helgidagapredikanir Helga biskups, sem seinna voru gefnar út í húspostillu hans. Það verk eru þrjár bækur - alls 1043 þéttskrifaðar síður, mjög vandað að öllum frágangi. Vinnutími á biskupsstofu var langur og lýjandi við stöðugar skriftir, kl.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.