Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1982, Síða 109

Andvari - 01.01.1982, Síða 109
ANDVARI AFAMINNING 107 lífið. Var því ekki seinna vænna að breyta til og sækja um brauð. En hér kom líka annað til: Jón hafði þegar sér konu festa, eins og sjá má af eftirfarandi bréfi hans til E. Briem sýslumanns á Espihóli. Bónorð og gifting. Laugarnesi, d. 14. september 1855. Elskulegi herra sýslumaður. Þótt ég sé yður að mestu eður öllu ókunnugur, finn ég það þó skyldu mína að skrifa yður, þar sem ég býst við, að Sigríður mágkona yðar muni vera búin að segja yður frá því tryggðabandi, sem við höfum bundið okkar í milli í von um yðar góða samþykki, því það játa ég og á að játa, að það átti engan veginn að fullgjörast nema með yðar ljúfum vilja, sem hafið gengið henni í föður stað. En fyrst þetta er nú svo komið, sem ég vona að sé eftir Guðs góðum vilja, vona ég og einnig, að þið góðu hjón gefið okkur blessun yðar, því fremur sem móðir hennar er búin að gefa sitt samþykki til þessa ráðahags,1 og í þeirri von legg ég hér innaní bréf til Sigríðar minnar, en bið yður undir eins að fyrirgefa mér þá dirfsku að brúka yður þannig eins og bréfbera, en af því við viljum ekki, að bréf okkar flækist manna milli, verð ég þó að biðja yður að lofa mér framvegis að slá utan um bréf hennar til yðar. Ég vil ekki að þessu sinni vera langorður um þetta málefni hjarta míns, en fel það Guði og ykkur góðu hjónum og er alla tíma með ást og virðingu ykkar skuldbundinn þénari. Jón Þórðarson. Enda þótt ekki sé nú til svar sýslumanns við þessu bréfi Jóns Þórðarsonar, þarf naumast að draga það í efa, að sýslumannshjónin hafa beinlínis fagnað slíku bónorði f. h. Sigríðar. Jón hafði orð á sér sem reglusamur hæfileika- maður, líklegur til frama í sinni stétt og viss með að fá gott brauð eins og áður er rakið með veitingu hans fyrir Auðkúlu, þangað sem hann var vígður 25. maí 1856. Voru vígslubræður hans: Skúli Gíslason til Stóra-Núps (síðar á Breiðabólstað) og Jón Melsted til Klausturhóla. Sr. Jón fluttist síðan norður um vorið með þrem hjúum og tók við stað og kalli í fardögum. Þegar leið að hausti, hélt hann til Eyjafjarðar. Stóð brúðkaup þeirra Sigríðar á Espihóli 2. september 1856. Svaramaður hennar var Briem sýslumaður, en hans sr. Einar Thorlacius í Saurbæ. Óvíst er, hvort þau hafi þekkzt persónulega, sr. Jón og Sigríður, áður en þau gengu í hjónaband. En vitað hafa þau hvort af öðru, enda var Sigríður systurdóttir Vilborgar stjúpu hans, en bréf hafa farið milli þeirra. Sigríður var fædd 8. febrúar 1830. Eftir lát föður síns, Eiríks Sverrissens sýslumanns í Kollabæ, var hún fyrst með móður sinni, en fluttist árið 1845 með Ingibjörgu 1) Kristín, móðir Sigríðar, var iþá á Reynivöllum í Kjós hjá Guðlaugu dóttur sinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.