Andvari - 01.01.1982, Qupperneq 111
ANDVAIU
AFAMINNING
109
3. Tíundir, dagsverk, lambsfóður, offur 115 30
4. Aukaverk (12 skírnir, 9 kirkjuinnleiðslur,
3 fermingar, 2 giftingar, 6 líksöngvar, líkræður) 26 67
5. Hlunnindi, rekaítak á Ásbúðum 5
243 9
Við þessa upphæð bætir prófastur arðinum af Auðkúluheiði, sem „ég
álít að prestinum sanngjarnlega metinn á 26 ríkisdali“. Hinsvegar telur hann
eftirgjaldið í lægra lagi samanborið við önnur prestssetur.
Þá ber þess að geta, að uppgjafaprestur, sr. Sigurður Sigurðsson, var í
brauðinu, og fékk hann 'A hluta af öllum föstum tekjum, að meðtalinni kirkju-
jörðinni Litladal, sem hann bjó á til dauðadags, 6. júní 1862. Ennfremur fékk
sr. Sigurður 'A af tekjunum af Kúluheiði. Á það er líka að líta, að tekju-
möguleikar Auðkúluprests voru ekki sízt undir því komnir, hversu góður
og mikill búmaður hann var. Auðkúla var mikil jörð, „í hverrar arði tekjur
prestsins eru að miklu leyti innifaldar“, eins og segir í skýrslu biskups, er
hann gaf Jóni Þórðarsyni meðmæli sín.
Sæludagar.
Eins og fyrr er sagt, voru þeir uppeldisbræður, - frændurnir Jón Árna-
son og Jón Þórðarson. Hélzt með þeim góð vinátta æ síðan. í handritadeild
Landsbókasafns eru til á filmu 240 bréf, sem sr. Jón skrifaði frænda sínum
frá Auðkúlu á árunum 1856-85. Aftur á móti finnst ekkert bréf frá Jóni
Árnasyni til sr. Jóns Þórðarsonar, enda mun bréfasafn sr. Jóns nú ekki til
vera. En svo mörg bréf fékk hann frá frænda sínum, að ef sunnanpóstur
kom að Kúlu án þess að hafa meðferðis tilskrif frá frænda, hélt prestur, að
hann hlyti að vera veikur.
Fyrsta bréfið er dags. á Kúlu 10. september 1856, aðeins átta dögum
eftir brúðkaup þeirra Sigríðar. Það hefst á þessa leið: „Elskulegi frændi.
Nú er þá hingað komið og mér líður vel í allan handa máta, uni mér ágæt-
lega og kann vel við fólkið. Það muntu kannske ekki þakka mér, nýgiftum
manninum, þó ég sé ekki að berja mér, enda dettur mér það ekki í hug,
því aldrei í lífi mínu hef ég lifað aðra eins sæludaga . . .“
Tæpum 20 árum síðar kveður við nákvæmlega sama tón í bréfum sr.
Jóns. Árin mörgu hafa þar engu breytt. „Alltaf jafn forliebtur og á brúð-
kaupsdaginn - á hér sanna Paradís í heimilislífinu og einskis að óska mér nema
Drottinn láti það viðhaldast.“ Utan heimilisins þarf sr. Jón ekki að leita
sér skemmtunar. „Guð hefur búið mér á því bæði unað og sælu.“
Aðeins einu sinni bregður Sigríður sér af bæ án bónda síns, og þá finnst
sr. Jóni dauft heima. „En hún kemur heim í kvöld, og þá gleðst ég eins og
börnin.“