Andvari - 01.01.1982, Síða 112
110
GÍSLI BRYNJÓLFSSON
ANDVARI
Verði hans náðugi vilji.
Börn þeirra prófastshjóna voru þessi:
1. Sveinn, f. 17.5. 1857 - d. 20.5. s. á.
2. Kristín, f. 21.8. 1858 - d. 14.9. 1873.
3. Vilborg, f. 5.9. 1859 - d. 18.2. 1860.
4. Eggert Ólafur, f. 19.10 1860 - d. 26.4. 1861.
5. Eggert Ólafur, f. 14.12. 1861 - d. 18.7. 1862.
6. Vilborg, f. 22.6. 1863 - d. 28.1. 1947.
7. Guðný, f. 23.9. 1864 - d. 30.8. 1944.
8. Theodór, f. 16.5. 1866 - d. 5.10. 1949.
9. Jóhanna, f. 24.12. 1867 - d. 27.8. 1873.
10. Guðrún, f. 11.5. 1869 - d. 10.1. 1943.
11. Þóra, f. 15.6. 1872 - d. 4.12. 1947.
12. Kristín Jóhanna, f. 6.9. 1874 - d. 5.12. 1945.
Auk þess fæddist 13. barnið „dáið, fyrir tímann“ 11. júlí 1876. Það
er ekki fært í Kirkjubók.
Af börnunum á Auðkúlu komust sex til fullorðinsára og náðu öll háum
aldri. - Er þeirra getið í Guðfræðingatali, svo og Niðjatali Staðarbræðra og
Skarðssystra. - Mjög hafa veikindi barnanna og dauði fengið á þau Kúluhjón.
Þegar sr. Jón segir frá þeim í bréfum sínum, vitnar hann í Guðsorð: Drott-
ínn gaf - Drottinn tók - verði hans náðugi vilji.
Tvær dætur sínar missa þau Kúluhjón með rúmlega 3ja vikna millibili
síðsumars 1873. ,,Okkur er þetta sár söknuður, en ekki tjáir að kvarta.
Drottni er frjálst með að svipta. Eg hef lengi notið hans blessunar og hef
kannske ekki brúkað hana rétt. Því þarf að skyggja í álinn um stundarsakir,
einungis að hann gefi mér náð til þess að láta þennan tíma verka það með
mér, sem honum er þóknanlegt.“
Þrátt fyrir barnamissinn á Kúlu var heimilið vettvangur bernsku og barns-
legrar gleði, enda segir sr. Jón í bréfi í jan. ’69, að þar séu 9 börn innan
fermingar og það sé ekki alltaf gaman að prjóna ræðustúf innan um það skvald-
ur, því að „allur minn fénaður er uppvöðslusamur og hávær, og fagna ég á
kvöldin þeim friði, þegar allt er komið í rúmið“. En börnin eru námfús og
bókelsk. „Þjóðsögur þínar hafa verið þeirra Biblía, en þar er orðið lítið eftir
af. Ég má til að biðja þig kaupa fyrir mig kvæði amtm. Bjarna, Friðþjófssögu
Matth., Kvæði J. Thor. og Kristjáns sál. skálda.“
Þannig drekka þær Kúludætur í sig þjóðsögurnar og þjóðskáldin. Þær
eiga líka að læra að syngja. Sr. Jón biður Jón Árnason að útvega sér „snikk-
ara', sem geti kennt söng, einkum unglingum, eða öllu heldur söngkennara,
1) Hann er þá að byggja baðstofu.