Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1982, Page 114

Andvari - 01.01.1982, Page 114
112 GÍSLI BRYNJÓLFSSON ANDVARI urinn, prófastur Jón Þórðarson á Auðkúlu, eitthvert mesta ljúfmenni, sem ég fyrirhitti í bernsku. Til marks um lítillæti hans og góðvild við mig má geta þess, að eitt sinn, er ég var 13 ára, varð ég svo hrifinn af kirkjuræðu hans á 2. sd. eftir páska (þá er guðspjallið: Jesús er góður hirðir Jóh. 10.), að ég dirfðist að biðja hann að lána mér ræðuna að lesa, og gerði hann það.“ Um þennan atburð má segja það, að hér var því frækorni sáð í hjarta þessa unga drengs, sem átti eftir að bera ríkulegan ávöxt í íslenzkri kristni, þegar tímar liðu. Svo er að sjá á bréfum sr. Jóns síðustu æviárin, að honum hafi lítt geðjazt að breytingum í trúar- og kirkjulífi, sem þá voru að gera vart við sig. Um þær er hann harðorður: „Margt hefur tíminn í skauti sínu. Þó hræðist ég ekkert eins og trúleysið hjá hinni yngri kynslóð. Það er ótrúlegt, hvað það gengur hnarreist. . . . Eg er svo intolerant, að ég vil kasta öllum Guðleysingj- um í hin yztu myrkur, því þeir eru það engir af sannfæringu. - Það er ómögu- legt, heldur af monti.“ Við þessi ummæli rifjast upp það, sem Kolka segir í Föðurtúnum (bls. 264): „Kristileg auðmýkt hefur aldrei verið ein af höfuðdyggðum Húnvetn- inga.“ I skýrslu um embættisfærslu presta í Húnavatnsprófastsdæmi, sem próf. sr. Eiríkur Briem í Steinnesi samdi 31. jan. 1878, segir svo um sr. Jón Þórðar- son, að ,,hann má heita prýði stéttar sinnar, hvort sem litið er til hans sem kennimanns, barnafræðara eða heimilisstjóra. Með alúð og ástundun rækir hann köllun sína í öllu, og hið guðrækna og alvörugefna hugarfar hans lýsir sér hvar sem hann kemur fram, hvort heldur er innan kirkju eða utan, heima hjá sér eða annars staðar.“ Prófasturinn. Þegar sr. Jón Þórðarson hafði verið prestur í sex ár, var hann valinn prófastur í Húnavatnsprófastsdæmi. Ekki var það að hans vilja, heldur honum mjög á móti skapi að gangast undir þær leiðu og oft erfiðu skyldur, sem þessu starfi fylgdu, t. d. í sambandi við úttektir á prestsetrum við prestaskipti. Þá er og þess að geta, hve sr. Jón var ákaflega heimakær og lítið fyrir ferðalög gefinn, leið beinlínis illa þegar hann var af bæ og þráði að komast heim sem fyrst. Hann var líka lítill reiðmaður, ,,gerði hvern hest að letingja“, hversu góður sem hann var að upplagi. Þegar sr. Ólafur Pálsson dómkirkjuprestur fluttist norður að Melstað, fékk sr. Jón tækifæri til að losa sig við prófastsembættið, en hlaut að taka við því á ný, þegar sr. Eiríkur Briem fór suður frá Steinnesi árið 1880 - og gegndi því til dauðadags. - Stærsti viðburður í prófaststíð sr. Jóns var eflaust presta- fundur á Auðkúlu 12. ágúst 1864 undir forsæti biskups. Þar komu saman 13 prestar auk biskups og fylgdarliðs hans. Er þess getið í samtímaheimild-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.