Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1982, Page 115

Andvari - 01.01.1982, Page 115
ANDVARI AFAMINNING 113 um, að öllum hafi verið tekið með gestrisni og höfðingsskap. Þar var ákveðið, að framvegis skyldi prófastur halda slíka fundi með prestum prófastsdæmis- ins, en ekki fara sögur af þeim fundum. Árið eftir að sr. Jón Þórðarson tók við prófastsembætti fyrra sinn skrifaði hann biskupi eftirfarandi skýrslu um kristindómsástandið í Húna- vatnspróf astsdæmi: „Þótt ég sé miður kunnugur en skyldi kristindómsástandi í prófastsdæm- inu, get ég þó borið um það með fullri vissu, að uppfræðing ungdómsins er stunduð bæði með alúð víða heima fyrir og af öllum prestum með samvizku- semi og kostgæfni og sveitarbörnum komið niður í líklegustu kennslustaði til uppfræðingar, og vil ég geta þess almenningi til hróss, að foreldrar munu óvíðast gera nokkurn mun sveitarbarna og sinna eigin barna. Flest heimili eru birg af húslestrarbókum og húslestrar tíðkast á flestum ef ekki öllum bæjum. Kirkjur nokkurnveginn sóttar, en þó miður en að fornu, sem ég verð að álíta, að eigi rót sína í sjálfstrausti því, sem þessum tíma er eiginlegt, þar það byggir út auðmýktinni, sem er grundvöllur trúarlífsins, en get eigi fundið, að tilefnið sé hjá oss prestunum, sem finnum til þessa meins og kappkostum að ráða bót á því bæði utan kirkju og innan. Kristindómsþekkingin eins og almenn menntun yfir höfuð að tala er í þessu prófastsdæmi óneitanlega í betra lagi, reglusemi og kurteisi almennari en víða annars staðar og siðferði dágott að undanskildum barneignarbrotum, sem ennþá eru almenn hér í sýslu, en sakamál það, sem upp kom í Staðarbakkaprestakalli á næstliðnum vetri (sjá annál 19. aldar), má, Guði sé lof, telja til hins einstaklega. Auðkúlu dag. 23. jan.mán. 1865. Jón Þórðarson.“ Þjóðsagnamaður. Eins og alþjóð veit, var þjóðsagnasöfnun eitt aðaláhugamál Jóns Árnasonar. Leitaði hann þar til fanga, sem nokkur var veiðivon. Reyndist sr. Jón frænda sínum þar betri en enginn, enda vantaði hann ekki áhugann. „Eg hef spurzt mikið fyrir um sögur og rek aðra út til þess, en það er allt gleymt og hefur engan árangur,“ segir sr. Jón í bréfi 28. janúar 1860. Hann stingur upp á því að ráða mann til söfnunar þjóðsagna og fékk Sölva Helgason til að taka það að sér, en það kom til lítils. Engu að síður eru alls 55 sögur eftir handriti sr. Jóns í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Ein þeirra - Selið - mun honum þar ranglega eignuð. Af þessum sögum eru 22 úr Húnavatnssýslu og 10 þeirra skráðar eftir heimamanni á Auðkúlu, Magnúsi Pálssyni. Hinar eru flestar af Suðurlandi. Margar af þjóðsögum Jóns Þórðarsonar eru ágætar og alkunnar eins og „Túnið á Tindum“ (í Svínavatnshreppi). Ekki mun sr. Jón hafa lagt mikinn trúnað á þjóðsögur og efni þeirra. Til þess bendir eftirfarandi atvik:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.