Andvari - 01.01.1982, Síða 115
ANDVARI
AFAMINNING
113
um, að öllum hafi verið tekið með gestrisni og höfðingsskap. Þar var ákveðið,
að framvegis skyldi prófastur halda slíka fundi með prestum prófastsdæmis-
ins, en ekki fara sögur af þeim fundum.
Árið eftir að sr. Jón Þórðarson tók við prófastsembætti fyrra sinn
skrifaði hann biskupi eftirfarandi skýrslu um kristindómsástandið í Húna-
vatnspróf astsdæmi:
„Þótt ég sé miður kunnugur en skyldi kristindómsástandi í prófastsdæm-
inu, get ég þó borið um það með fullri vissu, að uppfræðing ungdómsins er
stunduð bæði með alúð víða heima fyrir og af öllum prestum með samvizku-
semi og kostgæfni og sveitarbörnum komið niður í líklegustu kennslustaði til
uppfræðingar, og vil ég geta þess almenningi til hróss, að foreldrar munu
óvíðast gera nokkurn mun sveitarbarna og sinna eigin barna. Flest heimili eru
birg af húslestrarbókum og húslestrar tíðkast á flestum ef ekki öllum bæjum.
Kirkjur nokkurnveginn sóttar, en þó miður en að fornu, sem ég verð að álíta,
að eigi rót sína í sjálfstrausti því, sem þessum tíma er eiginlegt, þar það byggir
út auðmýktinni, sem er grundvöllur trúarlífsins, en get eigi fundið, að tilefnið
sé hjá oss prestunum, sem finnum til þessa meins og kappkostum að ráða bót á
því bæði utan kirkju og innan. Kristindómsþekkingin eins og almenn menntun
yfir höfuð að tala er í þessu prófastsdæmi óneitanlega í betra lagi, reglusemi
og kurteisi almennari en víða annars staðar og siðferði dágott að undanskildum
barneignarbrotum, sem ennþá eru almenn hér í sýslu, en sakamál það, sem upp
kom í Staðarbakkaprestakalli á næstliðnum vetri (sjá annál 19. aldar), má, Guði
sé lof, telja til hins einstaklega.
Auðkúlu dag. 23. jan.mán. 1865.
Jón Þórðarson.“
Þjóðsagnamaður.
Eins og alþjóð veit, var þjóðsagnasöfnun eitt aðaláhugamál Jóns Árnasonar.
Leitaði hann þar til fanga, sem nokkur var veiðivon. Reyndist sr. Jón frænda
sínum þar betri en enginn, enda vantaði hann ekki áhugann. „Eg hef spurzt
mikið fyrir um sögur og rek aðra út til þess, en það er allt gleymt og hefur
engan árangur,“ segir sr. Jón í bréfi 28. janúar 1860. Hann stingur upp á því
að ráða mann til söfnunar þjóðsagna og fékk Sölva Helgason til að taka það
að sér, en það kom til lítils. Engu að síður eru alls 55 sögur eftir handriti
sr. Jóns í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Ein þeirra - Selið - mun honum þar
ranglega eignuð. Af þessum sögum eru 22 úr Húnavatnssýslu og 10 þeirra
skráðar eftir heimamanni á Auðkúlu, Magnúsi Pálssyni. Hinar eru flestar af
Suðurlandi. Margar af þjóðsögum Jóns Þórðarsonar eru ágætar og alkunnar
eins og „Túnið á Tindum“ (í Svínavatnshreppi). Ekki mun sr. Jón hafa lagt
mikinn trúnað á þjóðsögur og efni þeirra. Til þess bendir eftirfarandi atvik: