Andvari - 01.01.1982, Side 116
114
GÍSLI BRYNJÓLFSSON
ANDVARI
í ársbyrjun 1866 kom sr. Steinn á Hjaltabakka að Auðkúlu ásamt þeim
sr. Magnúsi á Hofi og sr. Jóni í Steinnesi. Kvöldið, sem þeir komu, voru þeir
tvær klukkustundir að villast á vatninu. „Hefði það skeð fyrir 20 árum síðan,
hefði það orðið þjóðsöguefni,“ segir sr. Jón um atburð þennan í bréfi til
Jóns Árnasonar.
Samt varð sr. Jón sjálfur þjóðsöguefni, eins og eftirfarandi saga sýnir. Hún
er í safni Ólafs Davíðssonar II. b., bls. 43-44:
Pað vita allir, að reimt hefur verið á Auðkúlu um langan aldur, en fáir vita
til þess, að borið hafi á reimleika þar, síðan séra Jón Þórðarson kom þangað,
1856.
Skömmu eftir að séra Jón Þórðarson og kona hans settust að á Auðkúlu,
eignuðust þau dóttur, sem Vilborg var nefnd, og giftist hún seinna séra Eiríki
Gíslasyni, er lengi var prestur að Stað í Hrútafirði.1 Prestshjónin sváfu í af-
þiljuðu herbergi og Vilborg í vöggu fyrir framan rúm þeirra, en vinnufólkið
svaf í baðstofunni fyrir framan hús hjónanna, og voru gluggar á þekjunni
uppi yfir rúmunum, eins og tíðkaðist í þá daga.
Nótt eina í skammdeginu var allt fólk í fastasvefni á Auðkúlu nema prests-
konan, sem vakti yfir barni sínu, og vinnumaður einn, sem lá vakandi í rúmi
sínu frammi í baðstofunni. Veður var gott og skein tungl í heiði. Vinnumann-
inum varð litið upp í gluggann yfir rúminu sínu, og sá hann þá einhverja flygsu
líða yfir hann. Skömmu seinna heyrir prestskonan, að spurt er uppi á hús-
glugganum: ,,Er Jón Þórðarson vakandi?“ Hún neitar því. Lítur hún þá út
í gluggann og sér afar stórt og illilegt andlit; það var rautt og skeggjað og
fjarskalega nefstórt. Nokkru seinna er sagt úti fyrir með dimmri og drunga-
legri röddu: ,,Get ég fengið að finna Jón Þórðarson út?“ Prestskonan neitar
því aftur, og varð hún nú mjög hrædd, en einkum óttaðist hún, að maður
sinn mundi valcna og fara út, því að hann var ómyrkfælinn, en hún hélt, að
það mundi verða hans bani. Nú var spurt úti í þriðja skipti: „Hvort ætlar
Jón Þórðarson að koma út eða ekki?“ „Hann kemur ekki út,“ svaraði prests-
konan, „hann er sofandi, og ég fer ekki að vekja hann.“ Heyrir hún þá, að
ges.urinn brölti ofan af bænum, og þótti henni vænt um.
Vinnumaðurinn, sem fyrst varð var við vofuna, hét Sigurður, og heyrði
hann allt, sem fram fór. Sigurður var djarfur maður, og datt honum í hug, að
sér væri líklega óhætt að fara út, þótt vera mætti, að presturinn hefði ekki haft
gotí af því. Hann klæðist nú og fer út og gengur að glugganum, sem gestur-
inn hafði legið á. Veður var bjart, en hafði fallið föl um nóttina. Sigurður
hugði að því, hvort hann sæi nokkur verksummerki við gluggann, en því fór
fjarri, og var snjórinn kringum gluggann ekki svo mikið sem bældur.
1) Það var Vilborg ymri, sem giftist sr. Eiríki. Aths. greinarhöfundar.