Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1982, Page 118

Andvari - 01.01.1982, Page 118
116 GÍSLI BRYNJÓLFSSON ANDVARI ágæti sitt.“ Og það þarf að fylgjast vel með fóðruninni, því að misjafnir eru gegningamennirnir. Þegar sr. Jón kemst ekki sjálfur í húsin til eftirlits sakir lasleika, kemur „Ingvar minn á Sólheimum og skoðaði allan pening hjá vinnu- mönnum mínum í morgun, og þótti honum hann í góðu lagi.“ En í Selinu urðu ærnar of magrar, af því að treysta varð öðrum til tilsjónar þar. Þótt vetrarbeitin minnki, heldur sr. Jón bústærðinni og sauðatölunni. Þeir gefa beztan arð: ullina, sem er aðalinnleggið hjá kaupmanninum, og þeir eru drjúgir til niðurlags heima, þar sem skera þarf allt upp í 100 kindur á haustin til ársforða handa stóru heimili, og þegar fjársalan hófst til Englands, voru sauðirnir mikil tekjulind. Og alla leið suður til Reykjavíkur voru nokkrir Kúlusauðir jafnan reknir á haustin. Þeir eru sendir Jóni Árnasyni upp í viðskipti þeirra nafnanna. Það var langur rekstur, og mikið létu blessaðar skepnurnar á sjá. Þó var það undir rekstrarmönnunum komið. En þeim fór aftur eins og öðru! „Því þessir rekstrarmenn, sem nú gerast, kvu ekkert hugsa um þarfir skepnanna, heldur láta þær standa inni dægrum saman, er þeir kveinka sér við að vera úti. Það var öðruvísi í fyrri tíð, er eigendurnir voru sjálfir með.“ Samt taka þessir þokkapiltar 24 sk. á sauð í rekstrargjald. Þessir haustrekstrar yfir fjöll og firnindi voru áhættusamir. Og einu sinni a. m. k. lá við, að illa færi, eins og sést af bréfi til Jóns Árnasonar 25. septem- ber 1865 . . . ,,Nú er báglega komið, frændi. Maðurinn, sem rak sauðina fyrir mig og aðra Svíndælinga, kom aftur í gærkvöldi, hreppti blindbyl á Sandi, varð að tjalda þar og tapaði öllu fénu út í veðrið og óvíst það sjáist nokkurn- tíma framar.“ Svo fór um sending þá. En þetta fer betur en á horfðist í bili. Eftir áramótin getur sr. Jón skrifað nafna sínum á þessa leið: „Heim vitjuðu aftur sauðirnir, sem hröktust á Sandi, en þunnir voru þeir orðnir, og 2 lömb vantaði mig af því, sem suður átti að fara.“ Til fróðleiks skulu hér tilgreind dæmi um, hvernig sauðirnir lögðu sig, þegar suður kom: Ár 1866: 49% punda fall 5 % pund mör. Ár 1874: 48j4 punda fall 9% pund mör. Haustið 1877 reyndust suðurreknir sauðir mjög rýrir, allt niður í 36-37 punda fall. Vonbrigði og harðindi. Haustið 1866 sendir sr. Jón nafna sínum 5 sauði, „sem ég býst við, að ekki hafi verið mörmiklir, en föllin betri. Annars fékk ég ekki að hafa þá eins væna og ég vildi, því í réttinni voru útvaldir menn af Kammerráðinu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.