Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1982, Page 119

Andvari - 01.01.1982, Page 119
ANDVARI AFAMINNING 117 (Kristjáni Kristjánssyni sýslumanni) til að velja beztu sauðina til Englend- inganna, sem nú eru orðnir blóðugir svikarar. Eiríkur Magnússon gerði þannig samning fyrir okkur, að 2 kaupmenn áttu að kaupa 2000 sauði á fæti á Sauðárkróki í haust, og skrifuðu þeir okkur í gegnum hann, þ. e. Eirík, með seinasta póstskipi, að þeir yrðu komnir á Sauð- árkrók 20. september, og skyldu þá sauðirnir vera til og við vera skyldir að koma þeim út á skip á 85 klukkutímum. Voru nú sauðirnir reknir norður, og þar beðið í 4 daga og Englendingar ekki komnir enn“ - skrifar sr. Jón nafna sínum 9. október ’66 - og ,,Við búnir að leggja í kostnað bæði utan lands og innan, sem nemur 24 sk. á sauð. Og nú heyrum við, að Blöndal í Grafarósi hafi verið skrifað frá Englandi, að annar kaupandi okkar hafi orðið gjaldþrota og hinn svo hætt við ferðina. - Já, svona fór það.“ . Ég ætlaði að selja 60 sauði,“ - heldur sr. Jón áfram bréfi sínu, ,,og þar með losast við skuldir, en nú iðrast ég eftir, að ég ekki sendi þér 20-30 sauði, því þú hefðir komið þeim út fyrir mig og almennt álit er, að ég eigi nú fallegasta sauði í Svínadal.“ . . . „Af því svona fór með söluna, er ég hræddur um, að ég setji of mikið á, nógur er hugurinn, en veðráttan óviss. Eg hef fengið inn 700 (hesta) af útheyi og rúm 200 af töðu. Þrjá kaupa- menn hélt ég stöðugt í sumar. Það kostar skilding að haustinu, en annað tjáir ekki, því heyin eru svo seintekin.“ Svo líður haustið og komið fram yfir áramót. Þann 8. febrúar skrifar sr. Jón: „Nú hafa verið hér megnustu harðindi í mánuð og þó mestur snjór hér í Svínadal. Fær hér nú hvergi skepna björg og allt á gjöf - sumir farnir að skera - einkum hross, því menn voru ekki vel við búnir hörðum vetri eftir þetta stutta sumar. Ég er talinn að geta gefið fénu fram á einmánuð, en fyrir hrossin á ég lítið, sem þó eru um 20 inni.“ Næsta bréf frá sr. Jóni er dags. laugard. fyrir páska árið 1867. Þá hefur verið bylur í tvo daga og varla að vænta messu á páskum í sama veðri. Hann lýsir ótíðinni - harðindunum og hagleysinu, sem staðið hafa með litlum hléum allan veturinn og „héðan er ekkert að frétta nema bágindin.“ Sr. Jón á ekki til nema tveggja daga gjöf handa hrossunum - „með féð kemst ég rúmlega á sumarmálin, en þó verður allt búið nema við fjósið.“ . . . „Svíndælingar eru nú að kalla allir uppi, sumir gefa korn, sumir reka út á Ása og sumir upp í Langadal, hvar jarðir eru nokkrar, en verst er, að víða er orðið grannt, svo meiri eða minni fellir er auðsær. Skaginn er talinn svosem fallinn og Ströndin inn undir kaupstað mjög bág, kýrnar skornar, en féð rekið upp á líf og dauða hér inn á Ása. Féð er hjá mér í dágóðu standi til þessa, en haldi þessu veðri fram, þá verður að fara að draga svo við það, að það getur ekki haldizt við. Sumir gefa kúnum einu sinni á dag, sumir gefa þeim mjólkina sína.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.