Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1982, Qupperneq 133

Andvari - 01.01.1982, Qupperneq 133
ANDVARI IÍEIMAFRÆÐSLA OG HEIMILISGUÐRÆKNI 131 um siglir krafa til heimilanna um aðstoð við kristindómsfræðslu barna. Sænski siðbyltingarfrömuðurinn, Olaus Petri, hvetur prestana til að brýna það fyrir foreldrum, að þeir kenni börnum sínum höfuðgreinar Fræðanna. Sænska kirkj- an heldur í þessu efni uppteknum hætti eftir daga hans. Um sömu mundir er einnig leitað til heimilanna í Danmörku og Noregi. Peder Palladius bendir for- eldrum á að kenna börnum að fara með Faðirvor að morgni og ljúka því með orðunum ,,mat í Guðs' nafni,“ áður en þau fái bita eða sopa. Hann segir frá lítilli stúlku, sem í viðurvist hans bað Faðirvor í kirkjunni í Bjergby og lauk bæninni með orðunum: „Amen, mat í Guðs nafni.“ Þetta féll biskupi vel í geð. „Bersýnilega fékk hún ekki mat í Guðs nafni fyrr en að loknu Faðirvori.“ Palla- dius segist einnig þekkja „góða bændur á Sjálandi, sem sitja heima við borðið sitt og geta talið upp fyrir börnin guðs- spjöll allra helgra daga ársins“. Hvetur hann aðra foreldra til að gera slíkt hið sama. í Noregi varð það og algengt eftir siðbyltingu að iðka heimilisguðrækni með söng, lestri Fræðanna og bæna- gjörð. Heffermehl segir, að „auk morg- un- og kvöldbæna væru lesnar borðbæn- ir í heimahúsum, þar sem húsbóndinn á heimilinu ellegar eitt barnanna las borð- bæn úr Fræðunum og flutti þau borð- vers, er smám saman komust á allra var- ir.“ Þó hefur ekki verið um að ræða um- fangsmikið nám í heimahúsum. Margir Ieikmenn vildu ekki kenna börnum sín- um annað en Faðirvor og Trúúarjátn- ingu. Frekari fræðslu skutu danskir bændur til djáknans um daga Palladius- ar. Sama viðhorf telur Heffermehl hafa verið ríkjandi í Noregi. Þannig námu menn ekki Fræðin í heimahúsum, held- ur í kirkju eða skóla. En frumfræðsla í kristnum dómi var í höndum heimilisins, einnig eftir að skólum óx fiskur um hrygg. í riti sínu „Dansk bondeliv" greinir H. F. Feil- berg frá þessari athafnasemi á vestjózk- um bæ um miðja síðustu öld. Heima- manni farast svo orð um bernsku sína: „Mér er úr minni liðið, hvenær móðir mín kenndi mér Faðirvor. Ég hef kunn- að þá bæn frá því ég fyrst man til mín. Þegar ég var háttaður, lagði móðir mín vanga sinn að vanga mínum ellegar hún vafði mig að brjósti sér og lét mig fara með Faðirvor. Því næst spurði hún mig: „Hver skapaði þig?“ Ég svaraði: „Guð faðir.“ - „Hver endurleysti þig?“ spurði hún enn. - „Guðs sonur.“ - „Hver helg- ar þig?“ - „Guð heilagur andi.“ -„Hvar gerðist þú Guðs barn?“ - „í skírninni." Því næst las ég nokkur vers, og ég minn- ist þess, að þau lærði ég smám saman: Eg er aðeins barn, allur þróttur smár, einum Guði góðum gef mig dag og ár. eða: Drottinn börnin ber blítt í faðmi sér. Oll mín gæfa er enn í höndum þér. Mörg voru versin önnur. Því næst lýsti móðir mín blessun yfir okkur með þess- um orðum: „Drottinn blessi oss og varð- veiti oss.“ Þrásinnis kveinkaði hún sér raunar yfir því að hafa kennt okkur allt of Iítið. Móðir hennar hefði kennt henni mun fleira.“ Kristindómsfræðsla hefur ætíð verið hyrningarsteinn heimakennslu. I þeim héruðum norrænna landa, sem seint eignuðust skólasetur, reis önnur heima- fræðsla á þessum steini: Fyrst bættist lestur við, síðan skrift og reikningur og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.