Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1982, Síða 139

Andvari - 01.01.1982, Síða 139
ANDVARI HEIMAFRÆÐSLA OG HEIMILISGUÐRÆKNI 137 síðan látið þylja. Væri það kona, sem fylgdist með, sat hún yfirleitt og prjón- aði samtímis. Stundum höfðu börnin sjálf eitthvað á prjónum, meðan þau fóru með efnið. Kynni barnið ekki lexíuna, var það látið hafa hana aftur. Æskilegast var að geta þulið viðstöðulaust hinar löngu og þungu kennisetningar. Stöku barn iærði svo vel, að það gat hjálparlaust tekið upp þráðinn hvar sem var í kver- inu. En þetta var fáum lagið. Ekki var að jafnaði um útskýringar að ræða. Tal- ið var, að skilningurinn kæmi síðar. Húsvitjanir prestanna urðu í síðast greindu efni til verulegs gagns. Við þau tækifæri spurði presturinn bæði unga og aldna á heimilinu, einkum hina fyrr nefndu. Séra Einar Jónsson kveður hús- vitjanir einkum hafa snúizt um barna- spurningar. „En í þessu tilliti farnaðist prestum misjafnlega. Ýmsir lögðu á það áherzlu að fræða börnin svo sem kostur var á, en aðrir létu sig þetta litlu varða.“ Prestar áttu einnig að fylgjast með lestr- arnámi. Börnin voru því á glóðum, er prestur kom að húsvitja. „Eitt sinn,“ segir séra Einar, „fundum við börnin upp á því að lesa húslestur á framloft- inu. Sigga systir mín var þá níu ára gömul og ég á áttunda ári. Sigga var forsöngvari, en ég las lesturinn. Þrjú börn önnur voru með okkur. Þetta var um hádegisbil, og yfir athöfninni hvíldi alvara. Þá gerðist það, að presturinn, séra Magnús, kom að húsvitja, meðan á lestrinum stóð. Hlustaði hann, unz við höfðum lokið lestri, og heyrði hvert orð. Þegar við börnin komum ofan, brá okk- ur óþægilega, er við sáum prestinn og gerðum okkur ljóst, að hann hafði heyrt, hvað fram fór. Við hlupum því sneypt út. Þegar hann síðan byrjaði að spyrja okkur og komið var að mér, sagði hann brosandi: „Ekki þarft þú að lesa fyrir mig, ég er búinn að hlusta á þig.“ Síðan hrósaði hann mér fyrir húslesturinn.“ Utanbókarlærdómurinn var ekki auð- veldur. Örðugur hefur hann verið miður greindum börnum. Þeim var því sinnt með ýmsu móti. Áður er minnzt á „Tossakverið“. Einnig kom fyrir, að börn voru látin sleppa með að læra höf- uðatriðin úr kveri Balles ásamt nokkr- um ritningargreinum. Væru þau ólæs, var gömul kona fengin til að kenna þeim fræðin munnlega. Þessi aðferð er þó liðin undir lok fyrir alllöngu. Gam- all bóndi kveður slíka sérkennslu hafa verið á undanhaidi í bernsku hans milli 1860 og-70. Um þær mundir lærðu treg- gáfuð börn Faðirvor og nokkrar bænir, en voru síðan „fermd upp á Faðirvorið“. Þær gömlu konur, sem fengust við hjálp- arkennsluna, voru jafnan vel greindar, þolinmóðar og úrræðagóðar. Tilhögun kennslunnar var að öðru leyti með ýmsu móti. Eldra fólkið á bænum hlýddi börnunum yfir, oftast móðirin. Stundum kom það í hlut systk- ina. Kona ein, fædd 1859, kveður enga fræðslu hafa verið í boði aðra en lestur og kver, ásamt ritningarorðum. Kennsl- an fór að hennar sögn fram í janúar og febrúar ár hvert. Systkinin hlýddu hvert öðru yfir, en móðir þeirra átti einnig góðan hlut að, unz þau fóru að ganga til prests. Við undirbúning fermingar- innar lærðu börnin einnig vers og bæn- ir. Þar með segir konan allri fræðslu hafa verið lokið. Hið síðast talda er þó ekki algilt: Iðulega héldu prestar áfram að kanna þekkingu ungmenna við kirkju á sunnudögum allt fram til 18 ára ald- urs. Góða hugmynd um fyrirkomulag fræðslunnar er að finna hjá austfirzk- um bónda, er lýsir ástandi mála um 1860: „Kennslubók okkar var eftir Balle Sjálandsbiskup. Fyrst fóru Fræði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.