Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1990, Side 46

Andvari - 01.01.1990, Side 46
44 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI raunar síðar. Sem sagnaskáld byggir hann á epískri hefð sem litlu eldri höf- undar, sér í lagi Halldór Laxness, höfðu leitt fram til fullkomnunar. Þegar Guðmundur er kominn á miðjan aldur taka menn hins vegar að draga þessa hefð í efa og leita fyrir sér með annað form í prósaskáldskap. Þá var Guð- mundur fullmótaður og hafði ritað margar sögur. En samt þótti mönnum hann ekki hafa skorið úr um stöðu sína. Það kemur glöggt fram í kafla þeim sem Kristinn E. Andrésson helgar honum í bókmenntasögu sinni árið 1949. Og sem vænta mátti finnur Kristinn pólitíska skýringu á ávöntunum Guð- mundar: „Höfundur virðist ekki hafa fundið neitt æðra takmark, er list hans skuli þjóna, en við það hefur hún sjálf beðið tjón. Tímarnir hafa ekki heldur verið skáldinu hagstæðir. Þeir hafa síður en svo gefið aðhald til listrænnar vandvirkni né siðrænnar alvöru, heldur falið í sér stefnuleysi og upplausn. Hinn upprunalega villta lífskraft, sem er styrkur höfundar, hefur honum enn ekki tekizt að binda í listrænt form.“ í lok kaflans hnykkir Kristinn á þessu, en segir líka að skáldsögur Guðmundar séu á margan hátt skemmtilegt við- fangsefni og hafi ýmsa góða kosti, beri „vitni um lífskraft, hugkvæmni og mikla frásagnargleði“ um leið og þær séu „að nokkru leyti mynd af þeirri þjóðfélagslegu lausung og einstaklingshyggju sem færzt hefur í aukana síð- ustu árin.“ (tslenzkar nútímabókmenntir 1918-1948, bls. 367-75).- Þetta er glöggt dæmi um gagnrýni sem nú sést ekki lengur, að skáld skuli þjóna „æðra takmarki“ í mannfélagsmálum, og gildi listaverksins ráðist að miklu leyti af því hvort skáldið hafi „rétta“ meiningu um þau. Öllu heldur: listrænt og sið- rænt gildi verksins verði að haldast í hendur. Ekki hvarflar að mér að semja í stuttri tímaritsgrein yfirlit um sagnagerð Guðmundar Daníelssonar eða meta verk hans, hvert og eitt. Hann er framar öllu rómantískur sagnamaður og fæst við einfaldar frumgerðir í persónu- sköpun. Rætur hans liggja í nýrómantíkinni, eins og annarra þeirra höfunda sem mestan svip settu á bókmenntir okkar fram um miðja öldina. Nýrómantískar hugmyndir um einstaklinginn og umhverfið móta sögur hans, ásamt drjúgum skammti af fræðum Freuds. Áhugi Guðmundar er ætíð bundinn frumlægum hvötum einstaklingsins sem hann magnar og stílfærir upp í goðsögulegar víddir. Þróunin í sögum hans er frá breiðum raunsæileg- um þjóðlífslýsingum í byrjun í átt til meira táknsæis og djarfari stílfærslu mannlýsinga um miðbik ævinnar. Frá þeim tíma eru m.a. / fjallskugganum (1950) og Blindingsleikur (1955), hvort tveggja stuttar sögur og dramatískar í formi. Síðan koma sögulegar skáldsögur tvær og eftir það epísk verk sem byggja ljóslega að meira eða minna leyti á byggðarsögu Suðurlands. Þar er fremst sagan Húsið (1963), um hnignun Brimvers (Eyrarbakka) og þess danska menningarlega kaupmannavalds sem þar átti óðul. Þessi saga er einkar vel sögð en verkar á lesandann eins og ómur eldri sagna, einkum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.