Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Síða 78

Andvari - 01.01.1990, Síða 78
KRISTJÁN ÁRNASON Glímt við Shakespeare / tilefni tveggja nýrra þýðinga Það verður tæpast sagt að þeir sem ástunda þá iðju að þýða sígild bók- menntaverk erlend yfir á íslensku njóti mikillar uppörvunar eða stuðnings á landi voru, enda greinilega litið á allt slíkt sem einhvers konar tómstunda- iðju sem menn eigi að sinna af einskærum áhuga og hugsjón og helst án þess að ætlast til að ávöxtur hennar komi fyrir almennings sjónir á prenti. Til er að vísu nokkuð sem nefnist Þýðingarsjóður, og hefur hann vissulega gert sitt gagn í þessum efnum, en þó ber að hafa í huga að styrkveitingar úr honum renna til bókaútgefenda en ekki til þýðendanna sjálfra nema þá óbeint sem laun frá þeim fyrrnefndu. Þeir hafa þá jafnframt í hendi sérval bókanna, sem getur haft það í för með sér að fyrir valinu verði einkum bækur sem eitthvert nýjabrum er á og flokkast því fremur undir vörumerkið „athyglisverð“ en þær sem aldanna ryk virðist hafa fallið á. Á síðastliðnu ári komu þó út með stuðningi úr sjóðnum tvær þýðingar á verkum sjálfs Shakespeares sem vert væri að gefa nokkurn gaum. Það er í fyrsta lagi þýðing Sverris Hólmarssonar á leikritinu Macbeth, sem kom út hjá Iðunni en var upphaflega gerð fyrir Alþýðuleikhúsið, og síðan þýðing Daníels Á. Daníelssonar á öllum sonnett- um meistarans, 154 að tölu, sem kom út hjá Menningarsjóði. Sonnetturnar birtast hér í fyrsta skipti í heild í íslenskri þýðingu, en af Macbeth eru hins vegar til tvær eldri þýðingar eftir þá Matthías Jochumsson og Helga Hálf- danarson. Það er síður en svo neitt einsdæmi í sögu bókmenntanna að sama meist- araverkið sé þýtt oftar en einu sinni á sömu þjóðtungu og í sjálfu sér ekkert undarlegra en það að hár og brattur fjallstindur skuli löngum seiða til sín fullhuga og fjallagarpa, jafnvel þótt þeir viti að aðrir hafi klifið hann á undan þeim. Fyrir lesendur bóka ætti slíkt að sjálfsögðu að vera ávinningur, þar sem það gerir þeim kleift að nálgast hið margþýdda verk frá fleiri en einni hlið og sjá það kannski í nýju ljósi í hvert skipti, og ættu því þessar þýðingar ekki að þurfa að þvælast neitt hver fyrir annarri þess vegna. Þó hlýtur ávallt að koma upp sú staða að gert sé upp á milli þeirra og einni þá hampað á kostnað hinna, svo sem þegar velja þarf einhverja eina til flutnings eða birt- ingar. Hér á landi hefur þetta gerst, þegar leikhúsin hafa tekið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.