Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2000, Side 78

Andvari - 01.01.2000, Side 78
76 GUNNAR KRISTJÁNSSON ANDVARI aðra svo dæmi séu tekin. Efni samræðnanna var síðan efni ritsins. Vöktu þessar ráðstefnur í Skálholti verðskuldaða athygli. Á sama tíma má greina í ályktunum prestastefnu hvernig íslenska þjóðkirkjan gerir tilraunir til að taka þátt í hinni almennu þjóðmálaumræðu. Einn þeirra manna sem stóðu að baki þessum breytingum var prófessor Þórir Kr. Þórðarson (1924-1995). I kennslu sinni innleiddi hann ný viðhorf í guðfræði frá Bandaríkjunum þar sem nöfnin Reinhold Niebuhr (1892-1971) og Paul Tillich voru oft nefnd. Þótt Kirkjuritið hafi á þessum tíma gert heiðarlega tilraun til að innleiða framsækna guðfræðiumræðu í kirkjunni er erfitt að meta áhrifin. Mörgum ungum guðfræðingum og leikmönnum, m. a. meðal þeirra sem tóku þátt í „tilrauninni“, fannst áhrifin á kirkjuna ekki skila sér sem skyldi. Aftur leit- aði í sama far og áður hafði verið. Um ástæður skal ekki fjölyrt hér, ef til vill eiga hinar breyttu áherslur í starfi kirkjunnar þátt í því: stofnun sem einbeitir sér að helgiathöfnum og fjölbreytilegu safnaðarstarfi telur sig ekki í þörf fyrir mikla fræðilega umræðu. Imynd prestsins hefur smám saman tekið breytingum eins og ímynd kirkjunnar í heild. Presturinn hefur lagað sig að nýju hlutverki í breyttu samfélagi líkt og kirkjan. Staða prestsins, sem var svo samofin þjóðlífinu í upphafi aldarinnar, tekur verulegum breytingum þegar líður á seinni hluta aldarinnar. Almenn þátttaka presta í menningar- og félagsmálum virðist ekki vera eins sjálfsögð og fyrr á öldinni þegar þeir gerðu sér far um að vera virkir á sem flestum sviðum þjóðlífsins, þeir virðast einnig fjarlægjast sífellt meir heim bókmennta og fræða þar sem þeir höfðu verið vel heima alla tíð. Nú er fjölþætt safnaðarstarfsemi komin á dagskrá, sálgæsla er til umræðu, sorgarhópar, áfallahjálp, einnig kyrrðarstundir og mömmumorgn- ar svo eitthvað sé nefnt. Safnaðarheimilið, einkum í þéttbýli, hefur að ýmsu leyti tekið við því hlutverki sem prestssetrið gegndi áður. Einstakir prestar hafa staðið fyrir fjölþættri safnaðarstarfsemi í sóknum sínum og virkjað í því sambandi fjölda leikmanna til starfa. Þetta er vissulega jákvæð þróun. Hún stendur þó í takmörkuðu sambandi við þá guðfræði sem er ráðandi í starfi kirkj- unnar, allt eins mætti líta á hana sem tímanna tákn í starfi kirkjunnar um víða veröld, hingað komin vegna kynna margra presta af kirkjustarfi er- lendis. Fjölbreytni í kirkjustarfi er góð svo langt sem hún nær en hún má ekki verða fálm út í loftið. Orð séra Sigurðar Sigurðarsonar í Kirkjuritinu árið 1984 eru umhugsunarverð er hann segir að kirkjan sé „ómarkviss í starfs- háttum og innra skipulagi, oft stefnulaus í boðun sinni, kærulaus um stöðu sína í þjóðfélaginu og yfirleitt ekki framsækin. Hún er veil í vitundinni um sjálfa sig.“16 Líkt og um síðustu aldamót urðu mikilvægar breytingar á löggjöf kirkj-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.