Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2000, Síða 84

Andvari - 01.01.2000, Síða 84
82 EYSTEINN ÞORVALDSSON ANDVARI ekki þótt þessi ungi maður kynni lítt að virkja hana. Stopular ritmennsku- tilraunir hans mistókust. Hann var lengstum að bíða eftir eigin andríki en skorti bæði einbeitingu og þolgæði og auðvitað kunnáttu. Af frásögnum hans má ætla að hann hafi trúað hinni gamalkunnu hugmynd um guðlegan innblástur; hann beið stundum eftir andagift með blýant og auða örk, en ekkert gerðist. Hann bjó sig ekki undir að framfylgja lífskölluninni með skipulegri undirbúningsvinnu, þjálfun í meðhöndlun tungumálsins eða markvissri könnun bókmennta. Hann lagði sig ekki í líma til að kynna sér hin veigamestu skáldverk og læra af viðurkenndum meisturum. í viðtali segir hann: „[. . .] ég hef aldrei komizt í gegnum íslendingasögur.“3 En hann las skáldsögur þegar á barnsaldri, einkum þýddar, og að sjálfsögðu hefur það auðgað orðaforða hans. Helsti undirbúningur Hannesar fyrir skáldskapariðkun og orðabúskap var þýðingastarf hans. Það reyndist honum dýrmætur lærdómur. Tuttugu og þriggja ára gamall var hann tekinn að þýða sögubækur en þýðingastörf tók hann ekki að sér af skáldskaparáhuga heldur var þetta brauðstrit. Þýð- ingar knýja vissulega á um málsköpun, en þegar hann fer að glíma við ljóðaþýðingar, verður það ekki einungis þjálfun í orðleikni, heldur losnar hans eiginn sköpunarmáttur úr læðingi. í Framhaldslífi förumanns ljóstrar Hannes því upp að hann hafi, að áeggjan Steins Steinars, barist við þá raun í þrjár vikur árið 1947 að reyna að þýða Eyðilandið en orðið að leggja niður vopnin í miðju ljóði eftir harða viðureign. Hann birtir meira að segja sýnishorn úr þýðingunni sem áréttar tengsl æskuverka hans við þetta fræga verk Eliots. Þau tengsl voru auðvitað löngu augljós og Hannes hafði sjálfur minnst á þau í Birtings- viðtali 1958. En í því sama viðtali virðist hann telja að tilmæli Steins hafi verið fráleit og hann getur ekkert um tilraun sína til að þýða þennan fræg- asta bálk í ljóðlist tuttugustu aldar.4 En viðureignin við Eyðilandið reyndist honum heilladrjúgt veganesti. Þótt hann yrði að gefast upp við þýðinguna beindi tilraunin honum á leið til skáldskapar og vakti jafnframt áhuga hans á ljóðaþýðingum. Eftir atlöguna að Eliot þýddi hann úr sænsku ljóðið „Fimm mínútna leið frá bænum“ eftir tékkneska skáldið Vitizslav Nezval. Hin nánu kynni Hannesar af þessu ljóði áttu einnig þátt í að beina honum í átt til stíls og myndmáls sem hentuðu honum.5 Stax á eftir orti hann „Borgarnóttina“.6 Þrátt fyrir allt vaknaði honum von í brjósti: „Hvað nú? hafði mér kannski opnast svolítil æð í eigin barmi? Ég orti kvæðið „Borgarnóttin“ og taldi það gott. Síðan ekki meir.“7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.