Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2000, Page 91

Andvari - 01.01.2000, Page 91
andvari FARANDSKÁLDIÐ 89 um (Strandið má vissulega einnig teljast til æskuverkanna). Þessi innri bar- átta verður honum líka yrkisefni í mörgum athyglisverðum ljóðum.23 Þótt Hannesi væri tregt um yrkingar eftir útkomu Imbrudaga var hugur hans ekki aðgerðarlaus því að á þessum tíma íhugar hann vandamál skáld- skapar og endurskoðar viðhorf sín í þeim efnum. í Sprekum á eldinn koma fram miklar breytingar á ljóðagerð hans og þær eiga sér aðdraganda í um- hugsun hans og umræðum um skáldskap. Heimild um það eru skálda- umræðurnar í tímaritinu Birtingi 3.-4. hefti 1958. Jón Óskar segir þar m. a. að sér finnist það „vera aðalatriðið núna, eins og málum er háttað í heimin- um: að prédika húmanisma.“ Hannes tekur hann á orðinu og segir: „Já, en líka að berjast: ydda vopnin og berjast af töluverðri hörku gegn mannúðar- leysinu. Það er það sem skortir á, finnst mér, ef mér leyfist að gagnrýna mig og ykkur.“ I umræðunum tóku einnig þátt Einar Bragi og Jón úr Vör °g fleiri blönduðu sér í þær. Síðar á þessu skáldaþingi leggur Hannes eftir- farandi til málanna: „Mér finnst nútímaljóðið ekki fært um að gegna því hlutverki sem ljóðlistin á að gegna nú á dögum - afþví að það er í eðli sínu jafn innhverft og það var fyrir rúmum áratug; vegna þess að það hefur ekki þt'óazt með tímanum og hlítt kröfu hans um uppreisn, kvatt sér hljóðs, tekið af skarið/“ (Leturbr. Birtings). Ætla má að þessi ummæli séu uppgjör við ljóðstíl Dymbilvöku og Imbrudaga. Þessum merkilegu samræðum skálda lauk með kröfu Hannesar um einhverskonar sósfalrealisma í ljóðlist: „Tím- inn, aldarhátturinn, ber í sjálfum sér þá kröfu til okkar að við hættum að svíkja lit, að ísl. skáld verði að nýju fullgildir þátttakendur í menningar- baráttu nútímans [. . .] Það er skoðun mín að ísl. nútímaskáldum sé nauð- synlegt að sigrast á vantrausti sínu á orðinu, þeirri vanmáttarkennd sem nú §erir þá að einrænislegum föndrurum við heldur værukært tilfinningalíf. Ég held að tími hins skorinorða ljóðs sé kominn!“ (Leturbr. Birtings) Ljóst má vera að Hannes er hér að brýna menn til að yrkja opinská bar- áttuljóð. Hinn pólitíski eldmóður hans kallar á slíkan kveðskap. Hann vill að skáldin beiti Ijóðlistinni til að hefja pólitíska sókn gegn vígbúnaði og spilltri hugmyndafræði Vesturlanda. Það sé „mótsögn í því að yrkja á tákn- wáli og ætla þó orðum sínum að hafa bein og víðtæk áhrif.“24 Hann reyndi sjálfur að gera slíka bragarbót, og orðar það þannig: „Jafnframt einsetti ég mér að reka loks af mér slyðruorðið og yrkja í þeim gagnorða stíl sem ég hafði fjölyrt um í Birtingi en mér hafði enn ekki tekist að ná valdi á.“25 Af- raksturinn var bálkurinn „Landnám í nýjum heimi“ í Sprekum á eldinn og af sama toga er bálkurinn „Fréttaskeyti“ í Jarteiknum. Þessar tilraunir sýna svart á hvítu að slík aðferð var úr sér gengin og hentaði engan veginn skáldhugsun Hannesar Sigfússonar. Þessar mælsku ádrepur og vinahót í hefðbundnum brag minna á margar aðrar áhrifalausar rímaðar ræður sem yfrið nóg var til af. Skáldinu sjálfu varð Ijóst að tími hinnar gagnorðu hefð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.