Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2000, Side 110

Andvari - 01.01.2000, Side 110
108 GUNNAR KARLSSON ANDVARI ég frekar þau atriði sem mig greinir á um við Hjalta Hugason, höfund fyrsta bindis kristnisögunnar, en þau sem ég er sammála honum um. Því er rétt að taka fram í upphafi að ég er langtum sáttari við verk hans en grein mín gefur tilefni til að halda. I. Hin konunglega kristnitökuaðferð Á sjöttu til tíundu öld eftir fæðingu höfundar síns breiddist kristni út og varð að opinberum trúarbrögðum um mestalla Evrópu, þar sem hún var ekki komin á áður. Þetta gerðist venjulega þannig að kristniboðar, stund- um sendir af páfa, leituðu til konunga og töldu þá á að taka kristni. Kristn- in breiddist síðan út til þegnanna fyrir kraft konungsvaldsins, sem jók um leið tök sín á þegnunum.4 Meðal annars blasir þessi ferill við á Norðurlönd- um austan Atlantshafs. Konungar gengust fyrir því að snúa þegnum sínum til kristni og brutu þá um leið undir vald sitt, þannig að kristniboðstíminn skildi eftir sig Skandinavíu í þremur konungsríkjum,5 sem eru raunar til á okkar dögum, í Danmörku og Svíþjóð af því að þau hafa lifað svotil óslitið, í Noregi af því að það var endurreist á 20. öld. Með þessu er ekki sagt að kristnun Evrópu hafi eingöngu verið leikur í valdatafli konunga. Aftur á móti má fullyrða að sú kristnitökuaðferð hefur reynst árangursríkust sem þjónaði best hagsmunum valdhafa, eins þótt hún þjónaði jafnframt öðrum hvötum og áhugamálum þeirra. Ekki fer hjá því að konungar hafi oft kristnað þegna sína með miklu of- beldi. í íslenskum sögum af Ólafi Tryggvasyni Noregskonungi er ekki dreg- in fjöður yfir það. Elsta saga Ólafs er eftir íslenskan munk, Odd Snorrason á Þingeyrum, skrifuð á latínu undir lok 12. aldar en aðeins varðveitt á nor- rænu. Oddur hlýtur að vera um það bil hliðhollasti talsmaður konungs sem völ er á, úr því að hann lagði á sig að skrifa sögu hans, svo ekki er hætta á að hann geri hlut Ólafs verri en sagnirnar sem hann hafði fyrir sér gáfu til- efni til. Að sögn Odds lét Ólafur konungur oftast sitja við að hóta þeim mönnum útlegð eða bana sem ekki vildu taka kristni, eða sonum þeirra. Ef menn létu ekki undan stóð hann við hótanir sínar og lét hengja menn eða höggva.6 Þegar konungur komst að því að Þangbrandi trúboða hans hafði mistek- ist að kristna Islendinga segir Oddur óvenjulega afdráttarlaust frá við- brögðum hans:7 „Konungr varð við þetta reiðr mjök, ok lét taka íslenzka menn ok lét suma ræna en suma drepa en suma meiða.“ Ari fróði gerir minna úr þessu, segir aðeins að konungur „ætlaði at láta meiða eða drepa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.