Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2000, Side 123

Andvari - 01.01.2000, Side 123
andvari KRISTNITAKA ÍSLENDINGA OG MENNINGARÁHRIF HENNAR 121 inga, þ. e. með málamiðlun . . .“71 Ég get ekki lesið þessa fyrrnefndu túlkun í texta Ara og sé ekkert trúarlegt eða yfirnáttúrlegt við kristnitökuna eins og hann lýsir henni. Ari nefnir engin rök fyrir kristnitöku önnur en hagnýta þörf samfélagsins fyrir frið, og hann segir ekki frá einu einasta kraftaverki sem hafi orðið kristna flokknum til hjálpar.72 Allt sem gerist kemur fullkomlega heim og saman við náttúrulögmálin eins og við þekkjum þau, og Guð kemur ekki við sögu. Spyrja má hvort það geti talist almennilega kristinn miðaldamað- ur sem lýsir kristnitöku þjóðar sinnar þannig. Gegn þessari staðhæfingu mætti hreyfa þeirri mótbáru að enginn annar en Guð hefði getað fengið heiðinn mann til að stinga upp á almennum trúarskiptum, né tælt kristna flokkinn á Alþingi til þeirrar fífldirfsku að fallast á úrskurð hans fyrirfram. Einar Arnórsson hafnaði með fyrirlitningu sögunni um að Þorgeir hefði Iegið undir feldi nóttina áður en hann kvað upp úrskurð sinn; auðvitað hefði hann verið að semja um málið, sagði 20. aldar stjórnmálamaðurinn Einar.73 Mér dettur ekki í hug að neita því að kristnitakan hafi orðið á margfalt flóknari hátt en Ari hefur rúm til að segja frá. Stuttar sögubækur krefjast alltaf einföldunar, enda er ég ekki að verja sannleiksgildi íslendingabókar í einstökum atriðum; hér er raunsæis- bragur frásagnarinnar einn til umræðu. I fyrsta lagi segir Ari hvergi að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi verið neinn forvígismaður heiðinna manna; „en hann vas enn þá heiðinn“, segir hann, eins og fyrr var vitnað til, og gefur þar með kannski í skyn að Þorgeir hafi verið farinn að sýna samúð með málstað hinna kristnu. í öðru lagi var það siður íslendinga að halda gerðardómssættir einungis ef þeir sáu sér ekki hag í að rjúfa þær. Þetta kemur skýrt fram í Sturlu sögu í Sturlungu, þar sem segir frá deilum goðanna Hvamm-Sturlu og Einars Þorgilssonar á Staðarhóli. Árið 1170 var fyrst gert í málum þeirra, „ok þótti Sturlu verða gerðir skakkar ok óhagar.“ Enda hélt hann þær ekki. Árið eftir var aftur gert um málið, en Sturlu „líkuðu . . . gerðir eigi betr en fyrra sumar.“ Hann lét ógert að greiða bætur fyrir sættarhald og varðist af hörku þegar Einar reyndi að rétta hlut sinn með ráni. Á Alþingi 1172 gerðu sunnlensku höfð- lrigjarnir Jón Loftsson og Gissur Hallsson loks um málið, og þeir kunnu hstina; „Ok var þeim gerðum svá farit sem líkligast þótti, at helzt myndi sættirnar verða haldnar, en ekki með þvílíkum stafnaburði, sem fyrr váru gervar.“74 Vandi gerðarmanns var að hitta á þannig lausn að hvorugur deiluaðila teldi sig geta fengið meira út úr áframhaldandi deilum. Hvorug- Ur aðili var því í rauninni að leggja trú sína undir þegar þeir féllust á að halda gerð Þorgeirs. Samkvæmt þessu verður auðvitað meiri ráðgáta hvers Vegna hinir heiðnu héldu sætt hans, en hvergi gefur Ari í skyn að það hafi gerst fyrir guðlega forsjón.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.