Andvari - 01.01.2000, Side 124
122
GUNNAR KARLSSON
ANDVARI
Frumstæð kristni íslendinga birtist líka í takmarkaðri kunnáttu þeirra í
að nota latínu sem ritmál. í Evrópu var það meginreglan að ritmálið væri
einokað af kirkju og konungsvaldi og notað til að starfrækja þessar stofn-
anir og til að upphefja þær. Til þess var mest notuð latína, hið sameiginlega
menntamannamál álfunnar. Að því er ensk-tékkneski félagsfræðingurinn
Ernest Gellner segir notuðu hástéttir landbúnaðarsamfélaga gjarnan slík
helgisiðamál til þess að skerpa skilin milli sín og alþýðu.75 Hér á landi var
aftur á móti ekki nóg með að sögur af leikmönnum, íslendingasögur, kon-
ungasögur og sögurnar sem áttu eftir að mynda safnritið Sturlunga sögu,
væru skrifaðar á þjóðtungum. Sögur af biskupum voru ýmist frumsamdar á
þjóðtungunni eða, ef þær voru samdar á latínu, þýddar næstum samtímis á
þjóðtungu og latneska frumritinu fargað. Engin merki eru um að Hungur-
vaka, saga fimm fyrstu Skálholtsbiskupanna, Páls saga biskups, Árna saga
Þorlákssonar eða Lárentíus saga biskups hafi nokkurn tímann verið skráð-
ar á latínu. Jóns saga Ögmundarsonar var samin á latínu en er nú til í
þremur gerðum, öllum á norrænu. Af Þorláks sögu helga eru varðveittar
tvær gerðir á norrænu en aðeins lítil brot af latneskri gerð. Ein af Guð-
mundar sögum Arasonar góða, eftir Arngrím Brandsson ábóta, hlýtur að
vera samin á latínu, en hún er aðeins til á norrænu. Oddur Snorrason
munkur á Þingeyrum samdi sögu trúboðskonungsins Ólafs Tryggvasonar á
latínu, en af henni finnast nú aðeins norrænuþýðingar í þremur gerðum.7*’
Pað er líkast því að yfirmenn kirkjulegra stofnana, biskupsstóla og
klaustra, þar sem slíkar sögur hafa væntanlega helst orðið til og verið til,
hafi látið það verða eitt sitt fyrsta verk að fá einhvern latínugrána til að
þýða latínusögurnar á norrænu og síðan hent frumritinu eða skafið það
upp til að skrifa eitthvað gagnlegra á það.
Enn sérkennilegri að þessu leyti eru miðaldaskjöl íslendinga. í fyrsta
bindi Islensks fornbréfasafns, þar sem er meginhluti skjala frá þjóðveldis-
öld, er 161 tölusett skjal. Af þeim eru tæplega 50 á latínu, langflest páfabréf
og fæst þeirra til íslendinga sérstaklega. Ekkert latínuskjal er íslenskt að
uppruna. Sjö bréf erkibiskupa í Niðarósi til íslendinga frá síðari hluta 12.
aldar, varðveitt í skinnbókinni AM 186 4to, eru aðeins til á norrænu.77 Það
var hald Jóns Sigurðssonar, þegar hann gaf bréfin út, að þau hefðu öll verið
samin á latínu, og eitt þeirra hefur sýnilega verið þýtt í skinnbókina þar
sem bréfin eru varðveitt. í þessu bréfi hafa mörg orð verið skrifuð á latínu
á spássíu, og þýðingar sömu orða í meginmálinu eru með öðru bleki en
textinn ella. Um þýðingar þessara orða hefur skrifari verið í vafa, glósað
latneska orðið á spássíu og skilið eftir eyðu í meginmálinu þangað til hann
hafði ráðfært sig við einhvern sem hann treysti.78 Handritið með bréfunum
er skrifað seint á 15. öld,79 svo að við vitum það eitt að bréfin hafa verið
þýdd á miðöldum.