Andvari - 01.01.2000, Síða 154
152
ÞÓRIR ÓSKARSSON
ANDVARI
drukknaði og lítill drengur þurfti að yfirgefa móður sína og systkini og
halda burt úr Öxnadalnum: «1 einni svipan er höggvið á rætur hans og hörð
lífsbaráttan tekur við», segir Páll (15). Einhverjir lesenda kynnu jafnvel að
draga þá ályktun að skáldskapur Jónasar hafi að hluta til verið «söknuður
og þrá útlagans eftir glötuðum sæludal bernskunnar», - enda fara þau orð
ekki langt frá velþekktri skilgreiningu þýska skáldsins Schillers á tilfinn-
ingasömum skáldskap samtímans («die sentimentalische Dichtung»).
í skrifum sínum um Jónas gengur Svava Jakobsdóttir að mörgu leyti
þvert gegn því viðhorfi að læsa ævi og verk skáldsins saman á þennan hátt.
Það er varla fullkomin tilviljun að viðfangsefni hennar eru þrjú þeirra rit-
verka Jónasar sem oft hafa verið túlkuð sem ævisögulegar heimildir um
skáldið sjálft: smásagan «Grasaferð» og ljóðin «Alsnjóa» og «Ferðalok».
Svava dregur að vísu ekki í efa að kjarninn í þessum skáldverkum sé «per-
sónuleg reynsla» Jónasar (178). Þau séu eiginlegur «lífsóður» hans (272),
tjái hugmyndir hans um lífið og tilveruna. Hún leggur hins vegar á það ríka
áherslu að uppspretta þessara bókmennta sé «orðið og tungumálið» (108).
I riti hennar situr skáldskapurinn og hið táknræna í verkum Jónasar þess
vegna ævinlega í fyrirrúmi og skyggir verulega á ævisögulega þætti.
I greininni um «Ferðalok» hafnar Svava t. d. þeirri gamalkunnu túlkun
að uppistaða kvæðisins sé alþekkt ástarsaga Jónasar og Þóru Gunnars-
dóttur frá sumrinu 1828, skoðun sem Matthías Þórðarson varð fyrstur til að
halda fram í grein frá 1925 og síðar í útgáfu sinni á verkum Jónasar frá
1929-37.7 Þessa sögu rekur Páll Valsson einnig í bók sinni. Að vísu tekur
hann frásögninni um «ástarsamband» þeirra Jónasar og Þóru með hæfileg-
um fyrirvara, enda sé hún reist á óljósum upplýsingum ættuðum frá hálf-
systur Þóru tæpri öld síðar. Hins vegar telur Páll trúlegt að Jónas hafi
breytt «minningum sínum» um sumarferðina með Þóru «í glæsilegt kvæði
um ástina» (42). Svava gengur aftur á móti svo langt að fullyrða að frá-
sögnin um Þóru hafi það markmið að skýra hugmyndir síðari tíma fræði-
manna um hugarástand Jónasar þegar hann orti kvæðið, enda beri hún þess
merki að vera «veraldleg útlegging á goðsagnakenndu skáldskaparmáli»
(271). Astarsagan sé með öðrum orðum byggð á kvæðinu og túlkunum
þess, en ekki kvæðið á ástarsögunni.
Þetta dæmi sýnir að margt kann að orka tvímælis í lífi og list Jónasar
Hallgrímssonar, enda kannski engin furða myndu margir segja, þegar haft
er í huga að hann var skáld tvísæisins. Meginmarkmið Svövu Jakobsdóttur
með bók sinni er einmitt að skyggnast á bak við skýin sem leika um verk
hans, «að lyfta hulunni af textanum og skoða efnið sem undir býr» (10),
bæði túlka flókið og fjölbreytilegt táknmál skáldsins og vekja athygli á
ferðalagi þess milli hins náttúrulega og yfirnáttúrulega. Með það í huga
þarf hún sjálf reyndar að leggjast í langt og strangt ferðalag um völundar-