Andvari - 01.01.2000, Side 165
ANDVARI
SKÁLDSKAPUR OG SAGA
163
Sveinn Yngvi heldur fram í bók sinni, að benda á hvernig skáldið vefur
texta sína úr þráðum hefðar og nýjunga. Afstaða Svövu er þó öllu róttæk-
ari að því leyti að hún gerir ráð fyrir að bókmenntahefðin sem slík og þar
með evrópskur hugmyndaheimur séu falin í tungutaki skáldsins, og minna
þau viðhorf ekki lítið á hugmyndir Rolands Barthes um eðli skáldskapar.
Vegna þessa telur hún að «óheyrilegt rými og allur tími frá upphafi vega»
felist í kvæði Jónasar (123).
Hugtakið «hugsæisraunsæi» beinir athyglinni að viðleitni fjölmargra evr-
ópskra höfunda 19. aldar til að sameina hugsjón og veruleika.18 Þessu lýsir
Svava svo í grein sinni um «Grasaferð»: «ídealið (hugmyndin) er raungert
(í mynd eða kvæði) en náttúran ídealíseruð (hafin upp yfir hið einstaka)»
(18). í tengslum við þetta grandskoðar hún m. a. skrif Fjölnismanna um
skáldskap og bendir á fjölmörg atriði sem vitna um það hve nákomnir þeir
hafa verið helstu skáldskaparkenningum samtímans. Sú greining er tví-
mælalaust mikið þarfaverk, ekki síst vegna þess hve íslenskum fræðimönn-
um hefur verið lítt umhugað um skáldskapar- og fagurfræði 19. aldar. Þar
virðast menn oftar en ekki hafa vanmetið þekkingu Islendinga, jafnframt
því sem horft hefur verið framhjá erlendum áhrifum. Þau fræðirit sem hér
er rætt um benda hins vegar til nokkurra breytinga í þessum efnum. Um
það vitna ekki aðeins skrif Svövu um skáldskaparkenningar Fjölnismanna,
heldur einnig greining Sveins Yngva á bókmenntaskrifum Gríms Thom-
sens frá 5. áratug 19. aldar. Þar bendir hann m. a. á náin kynni Gríms af
skrifum Hegels um sögu heimsandans og fagurfræði, tengsl sem sýna
hversu vel Grímur hefur fylgst með því sem var efst á baugi í fræðaheimi
samtímans.
Þegar hin fáu skrif íslendinga um skáldskaparfræði 19. aldar eru lesin
vekur athygli hve sjaldan er minnst á norræna höfunda sem vitað er að ís-
lenskir rithöfundar höfðu kynni af. Hér má nefna áhrifamikla danska höf-
unda á borð við F. C. Sibbern, J. L. Heiberg og R L. Mpller sem allir áttu
þátt í að móta hugmyndir Dana um listir og fagurfræði. Öruggt má telja að
íslenskir Hafnarstúdentar hafi einnig komist í kynni við fræði þeirra. Við
vitum a. m. k. að margir íslendingar sóttu fyrirlestra heimspekiprófessors-
ins Sibberns um listir og skáldskap. Þeirra á meðal var Tómas Sæmundsson
sem fannst stundum sem «einhver dálítill guð» væri að tala þegar Sibbern
ræddi um sálina.llJ Fyrirlestrar hans voru auk þess gefnir út, fyrsti hlutinn,
Om Poesie og Konst árið 1834, en þar eru list og skáldskapur skilgreind
sem «einstaklingsbundin framsetning eða lýsing einhvers algilds, eða öfugt,
algild framsetning eða lýsing einhvers einstaklingsbundins».20 Þessi skil-
greining minnir óneitanlega um margt á umfjöllun Svövu um «hugsæis-
raunsæi» og sú spurning hlýtur að vakna hvort ekki séu einhver tengsl á
milli skrifa Sibberns og Fjölnismanna. í því samhengi má einnig minna á að