Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2000, Page 169

Andvari - 01.01.2000, Page 169
ANDVARI SKÁLDSKAPUR OG SAGA 167 Fjölnismenn hafi haft kvæðið í flimtingum sín á milli. Það var þó ekki fyrr en 1844. Umfjöllun þeirra Páls og Sveins Yngva er að sönnu áhugaverð, og styður reyndar þá skoðun að Jónas hafi haft raunsærra og hófstilltara viðhorf til veruleikans en raunverulegir rómantíkerar sem gjarnan létu tilfinningarnar ráða för, jafnframt því sem hann hafi gert meiri kröfur til formfegurðar og myndmáls en þeir. Ef litið er til danskrar samtíðar Jónasar sést að í þessu tilliti hefur hann átt margt sameiginlegt með þeirri kynslóð skálda og bók- menntamanna sem var á aldur við hann sjálfan eða lítt eldri og dró ekki dul á takmarkanir Oehlenschlágers sem skálds. Þetta voru höfundar á borð við J. L. Heiberg (1791-1860), Henrik Hertz (1798-1870), H. C. Andersen (1805-75), Frederik Paludan-Muller (1809-1876) og P. L. M0ller (1814-65) sem allir eru fremur bendlaðir við skáldlegt raunsæi (poetisk realismé) og rómantisma en eiginlega rómantík í umfjöllun danskra bókmenntafræð- inga. Sjálfur hef ég bent á þann möguleika að túlka skáldskap Jónasar, eða að minnsta kosti nokkurn hluta hans, fremur í ljósi skáldlegs raunsæis en eig- inlegrar rómantíkur sem margir telja líka að renni sitt skeið til enda í evr- ópskum bókmenntum áður en Jónas kom fram sem raunverulegt skáld um og eftir 1835.23 Þessi túlkunarleið hefur þann kost að þar með er Jónas sett- ur í eðlilegt samhengi við norræn skáld og fagurfræðinga eigin samtíðar, jafnframt því sem ýmsar «mótsagnir» í skáldskap hans skýrast betur en ef gert er ráð fyrir að þær stafi af samþættingu upplýsingar og rómantíkur eins og oft er haldið fram. Sem stefna á skáldlegt raunsæi það sameiginlegt með því «hugsæisraunsæi» sem Svava Jakobsdóttir gerir grein fyrir að miðla málum milli skáldlegrar og raunsæilegrar skoðunar tilverunnar. Megin- munurinn felst í því að þar sem skáld hugsæisraunsæis leituðust við að raungera hugsjónir eða opinbera hið ósýnilega í náttúrunni með aðstoð skapandi ímyndunarafls, beindu höfundar skáldlegs raunsæis sjónunum aðallega að þeim þáttum hversdagslegs umhverfis okkar sem vitna um fág- un, hófstillingu og samræmi. Gerð var krafa um að skáldskapurinn hefði raunveruleikablæ, þ. e. lýsti dæmigerðum fyrirbærum tiltekins staðar og tíma, en um leið skyldu fyrirbærin hafa skáldlegan svip og vera laus við hvers kyns lágkúru og sora. Val skáldanna skyldi því ekki stjórnast af tilvilj- un einni saman, heldur af fyrirfram hugsaðri áætlun. Svipaða hugmynd orða þeir Fjölnismenn reyndar á einum stað í tímariti sínu, þegar þeir ræða um yrkisefni skálda og segja: «Allt er komið undir því, að skáldmælunum sje komið firir eptir ástæðum í hvurt sinn, og að mindin sje eíns og hún átti að verða.»24 I dönskum bókmenntasögum frá fyrstu áratugum 20. aldar átti Grímur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.