Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2000, Page 174

Andvari - 01.01.2000, Page 174
172 RAGNHILDUR RICHTER ANDVARI En til hvers erum við, næstum 100 árum seinna, að lesa bréfin og velta okkur upp úr innihaldi þeirra og þar með sambandi Ólafar á Hlöðum og Þorsteins Erlingssonar? Hvað varðar okkur um tilfinningar og hugsanir löngu látins fólks sem það birti hvort öðru í einkabréfum og hvaða rétt höf- um við til að hnýsast í slík samskipti? Eigum við ekki að láta okkur nægja útgefin skáldverk þeirra, kemur ekki fram í þeim það sem þau Ólöf og Þor- steinn vildu láta liggja eftir sig? Það held ég alls ekki. í persónulegum sendibréfum birtast gjarnan hliðar sem vanalega er haldið til hlés í opin- berum skrifum og þar afhjúpa menn sig frekar en annars. En eiga þær hlið- ar þá nokkuð erindi við aðra? Um það verður auðvitað hver lesandi að dæma, fyrst vitaskuld bréfritarinn, þá viðtakandi bréfsins sem getur eytt því finnist honum það ekkert erindi eiga við aðra. Og það gerðu Ólöf og Þor- steinn sem sagt ekki. Alls kyns sjálfstjáning, svo sem endurminningar, hefðbundnar sjálfsævi- sögur, sendibréf og dagbækur njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. Sagnfræðingar gera sér í auknum mæli grein fyrir sagnfræðilegu mikilvægi slíkra heimilda sem birta okkur aðrar, en ekki ómerkari hliðar raunveru- leikans en hægt er að lesa af hefðbundnum og opinberum heimildum sagn- fræðinnar. Hér á landi hefur Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur og annar ritstjóra Orða af eldi verið framarlega í flokki þeirra sem færa sér persónulegar heimildir í nyt við sagnfræðirannsóknir.3 Fyrr á öldinni var Finnur Sigmundsson landsbókavörður duglegur við að gefa út bæði áhuga- verð og skemmtileg bréfasöfn sem mikið hafa verið lesin. Bandaríski sagnfræðingurinn Jill Ker Conway, sem bæði hefur fjallað um sjálfsævisögur og skrifað slíka, veltir fyrir sér þeim gífurlegu vinsældum sem sjálfsævisögur njóta nú um stundir. Mér virðist að það sem hún segir um vinsældir sjálfsævisagna megi heimfæra upp á vinsældir annarra teg- unda sjálfstjáningar og persónulegra ritheimilda, þar á meðal sendibréfa. Conway bendir á að á 20. öldinni hafi tungumál fræðigreina á borð við sagnfræði, sálfræði, bókmenntafræði og heimspeki, að ekki sé minnst á líf- fræði og aðrar raungreinar, smátt og smátt orðið svo sérhæft og flókið að engin leið sé lengur fyrir almenna lesendur að setja líf sitt í samhengi við fræðilega texta, aðeins innvígðir eigi möguleika á að skilja textana. Þar með fækki möguleikum hins almenna lesanda á að setja líf sitt í vitrænt og tilfinningalegt samhengi við texta sem eiga rætur sínar í veruleikanum og nú sé sjálfsævisagan ein helsta leið hins almenna lesanda til að spegla líf sitt í veruleikanum. Þannig hafi því ekki verið farið á 19. öld þegar hver fróð- Ieiksfús lesandi hafi getað lesið fræðilega texta sér til gagns og speglað líf sitt í nýjustu kenningum fræðimanna.4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.