Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2000, Side 175

Andvari - 01.01.2000, Side 175
ANDVARI í ÓMILDRA HÖNDUM? 173 3. Sendibréf eru margt í senn. Pau eru vissulega heimild um tíðarandann, varpa ljósi á daglegt líf bréfritara og veita innsýn í hugarheim hans/hennar. Auk þess að leggja sitt af mörkum til almennrar sögu tímabilsins eru þau því líka hvort tveggja í senn, liður í sjálfsævisögu bréfritarans og ævisögu viðtakandans. Allir sem skrifa frá eigin brjósti, ekki síður bréfritarar en ritarar hefð- bundinna endurminninga, leitast við að finna sjálfsmynd sinni form innan ramma tungumálsins. Bókmenntalega sinnað fólk á borð við þau Olöfu og Þorstein er vissulega meðvitað um öll sín skrif, ekki síst um þá sjálfsmynd sem þau skapa í bréfum sínum. Þau eru líka meðvituð um bókmenntalegt mikilvægi sitt og bréfa sinna. Það skín út úr bréfunum, kannski enn frekar bréfum Ólafar sem veltir hugsanlegum lesendum framtíðarinnar töluvert fyrir sér og virðist reikna með að þeir verði nógir sjái þau ekki sjálf um að brenna bréfin. Þau Ólöf og Þorsteinn kynntust í Reykjavík þar sem þau bjuggu í sama húsi. Aðeins eins árs aldursmunur var á þeim, Ólöf var fædd 1857, Þor- steinn 1858. Þegar þau kynntust var Þorsteinn nemandi við Lærða skólann í Reykjavík og farinn að fást við skáldskap. Ólöf hafði þá þegar lokið fram- haldsnámi í ljósmóðurfræðum í Kaupmannahöfn, starfaði sem ljósmóðir í Reykjavík, orti og þráði viðurkenningu fyrir skáldskap sinn. Haustið 1883 siglir Þorsteinn til Kaupmannahafnar, að lesa lög við Hafn- arháskóla. Hann kveður Ólöfu ekki (sem bendir til þess að þau hafi kannski ekki verið svo nánir vinir í hans huga) og í fyrsta bréfinu skammar Ólöf hann fyrir að láta sig hverfa, en stingur jafnframt upp á bréfasam- bandi í þeirri von að áhugi hennar á honum sem skáldi og fræðimanni sé gagnkvæmur. Og þar með er sambandið hafið, samband sem stóð meðan bæði lifðu (og jafnvel lengur), að vísu með löngum hléum. Fyrir utan fyrsta bréfið eru bréf Ólafar framan af ekki til. Þorsteinn eyði- lagði þau að beiðni hennar, eins og áður sagði. En af bréfum Þorsteins er ljóst að Ólöf hefur sent honum bæði mat og föt til Kaupmannahafnar, sem hann þakkar flest en biðst undan meiru af sumu. Að vísu er þakklætið stundum tvíbent eins og þegar hann þakkar henni prjónanærföt þannig: „Ekki er svo að skilja sem jeg sje ekki hvurri skepnu þakklátari fyrir prjónaskirtuna eða prjónanærbuxurnar, [-] enn mjer þykir leitt að láta yður vera að fata mig, og þó enn verra þegar jeg á að fara að segja kærustunni það á síðan, sem jeg ætla að segja alt. . .“5 Ekki þarf að efast um að prjóna- plöggin hafi verið bæði vönduð og falleg því eins og kunnugt er var Ólöf mikill meistari í höndunum. En þakklætið er eitthvað málum blandið. Bréf Ólafar sem fylgdi nærfötunum er ekki til, en af svari Þorsteins að merkja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.