Andvari - 01.01.2000, Síða 175
ANDVARI
í ÓMILDRA HÖNDUM?
173
3.
Sendibréf eru margt í senn. Pau eru vissulega heimild um tíðarandann,
varpa ljósi á daglegt líf bréfritara og veita innsýn í hugarheim hans/hennar.
Auk þess að leggja sitt af mörkum til almennrar sögu tímabilsins eru þau
því líka hvort tveggja í senn, liður í sjálfsævisögu bréfritarans og ævisögu
viðtakandans.
Allir sem skrifa frá eigin brjósti, ekki síður bréfritarar en ritarar hefð-
bundinna endurminninga, leitast við að finna sjálfsmynd sinni form innan
ramma tungumálsins. Bókmenntalega sinnað fólk á borð við þau Olöfu og
Þorstein er vissulega meðvitað um öll sín skrif, ekki síst um þá sjálfsmynd
sem þau skapa í bréfum sínum. Þau eru líka meðvituð um bókmenntalegt
mikilvægi sitt og bréfa sinna. Það skín út úr bréfunum, kannski enn frekar
bréfum Ólafar sem veltir hugsanlegum lesendum framtíðarinnar töluvert
fyrir sér og virðist reikna með að þeir verði nógir sjái þau ekki sjálf um að
brenna bréfin.
Þau Ólöf og Þorsteinn kynntust í Reykjavík þar sem þau bjuggu í sama
húsi. Aðeins eins árs aldursmunur var á þeim, Ólöf var fædd 1857, Þor-
steinn 1858. Þegar þau kynntust var Þorsteinn nemandi við Lærða skólann í
Reykjavík og farinn að fást við skáldskap. Ólöf hafði þá þegar lokið fram-
haldsnámi í ljósmóðurfræðum í Kaupmannahöfn, starfaði sem ljósmóðir í
Reykjavík, orti og þráði viðurkenningu fyrir skáldskap sinn.
Haustið 1883 siglir Þorsteinn til Kaupmannahafnar, að lesa lög við Hafn-
arháskóla. Hann kveður Ólöfu ekki (sem bendir til þess að þau hafi
kannski ekki verið svo nánir vinir í hans huga) og í fyrsta bréfinu skammar
Ólöf hann fyrir að láta sig hverfa, en stingur jafnframt upp á bréfasam-
bandi í þeirri von að áhugi hennar á honum sem skáldi og fræðimanni sé
gagnkvæmur. Og þar með er sambandið hafið, samband sem stóð meðan
bæði lifðu (og jafnvel lengur), að vísu með löngum hléum.
Fyrir utan fyrsta bréfið eru bréf Ólafar framan af ekki til. Þorsteinn eyði-
lagði þau að beiðni hennar, eins og áður sagði. En af bréfum Þorsteins er
ljóst að Ólöf hefur sent honum bæði mat og föt til Kaupmannahafnar, sem
hann þakkar flest en biðst undan meiru af sumu. Að vísu er þakklætið
stundum tvíbent eins og þegar hann þakkar henni prjónanærföt þannig:
„Ekki er svo að skilja sem jeg sje ekki hvurri skepnu þakklátari fyrir
prjónaskirtuna eða prjónanærbuxurnar, [-] enn mjer þykir leitt að láta yður
vera að fata mig, og þó enn verra þegar jeg á að fara að segja kærustunni
það á síðan, sem jeg ætla að segja alt. . .“5 Ekki þarf að efast um að prjóna-
plöggin hafi verið bæði vönduð og falleg því eins og kunnugt er var Ólöf
mikill meistari í höndunum. En þakklætið er eitthvað málum blandið. Bréf
Ólafar sem fylgdi nærfötunum er ekki til, en af svari Þorsteins að merkja