Andvari - 01.01.2005, Síða 7
Frá ritstjóra
Á þessu ári eru fimmtíu ár liðin frá því að Halldóri Kiljan Laxness voru
veitt bókmenntaverðlaun Nóbels. Þann atburð ber hæst frá árinu 1955. Hann
var kærkomin staðfesting þess að Islendingar væru hlutgengir í menningu
heimsins, þeir ættu heimshöfund, skáld í fremstu röð. Um leið var í þessum
verðlaunum fólgin viðurkenning á þeim bókmenntaarfi sem íslendingar búa
að. í rökstuðningi sænsku akademíunnar var tekið fram að Halldór hlyti verð-
launin fyrir „litríkan sagnaskáldskap sinn sem hefur endumýjað hina miklu
íslensku frásagnarlist“.
Ævi Halldórs Kiljans Laxness hefur mjög verið á dagskrá síðustu árin.
I fyrra kom út vönduð bók, Halldór Laxness - ævisaga eftir Halldór Guð-
mundsson, en um hana rita tvær ungar og upprennandi fræðikonur í þessum
árgangi Andvara. Önnur ævisaga, sem verða mun þrefalt stærri, eftir Hannes
Hólmstein Gissurarson, hefur verið miklu umdeildari, en síðasta bindi
hennar er ekki komið út þegar þetta er ritað. Verki Hannesar var tekið fyr-
irfram af mikilli tortryggni, enda höfundurinn afar umdeildur. Þarflaust er
að rekja hér þau hörðu viðbrögð og miklu skrif sem urðu þegar fyrsta bindi
verksins, Halldór, kom út. Alvarlegar ásakanir voru bomar á höfundinn um
stórfelldan ritstuld, að hann hafi tekið texta Halldórs, og raunar verk fleiri
manna, ófrjálsri hendi. Ákæra þess efnis frá erfingjum Laxness er nú fyrir
dómstólum. Áður höfðu sömu aðilar skotið málinu til siðanefndar Háskóla
Islands, enda höfundurinn háskólakennari. Af einhverjum ástæðum, sem ég
hygg að aldrei hafi verið upplýstar opinberlega, vék siðanefnd málinu frá sér.
I framhaldi af því kom svo kæra til dómstóla.
I tímaritinu Sögu í fyrra birtist afar löng ritgerð eftir Helgu Kress þar sem
tilgreind eru fjöldamörg dæmi um að Hannes hafi í bókinni Halldór tekið
texta Halldórs Laxness og fleiri höfunda lítt breyttan í stórum stíl og birt sem
sinn eigin, án tilvísunar. Hannes svarar fyrir sig í sama riti, fyrra hefti þessa
árs. Verður ekki annað sagt en honum farist vömin fimlega eftir atvikum,
hann skýrir vinnubrögð sín en viðurkennir að töluvert hafi skort á það að
nægilega væri vísað til heimilda. Um lagalega hlið þessa máls er rétt að hafa
sem fæst orð eins og stendur og bíða úrskurðar dómstóla. Hins vegar er það
almennt að segja um þær ásakanir sem á Hannes eru bornar, að sú leið sem