Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 7

Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 7
Frá ritstjóra Á þessu ári eru fimmtíu ár liðin frá því að Halldóri Kiljan Laxness voru veitt bókmenntaverðlaun Nóbels. Þann atburð ber hæst frá árinu 1955. Hann var kærkomin staðfesting þess að Islendingar væru hlutgengir í menningu heimsins, þeir ættu heimshöfund, skáld í fremstu röð. Um leið var í þessum verðlaunum fólgin viðurkenning á þeim bókmenntaarfi sem íslendingar búa að. í rökstuðningi sænsku akademíunnar var tekið fram að Halldór hlyti verð- launin fyrir „litríkan sagnaskáldskap sinn sem hefur endumýjað hina miklu íslensku frásagnarlist“. Ævi Halldórs Kiljans Laxness hefur mjög verið á dagskrá síðustu árin. I fyrra kom út vönduð bók, Halldór Laxness - ævisaga eftir Halldór Guð- mundsson, en um hana rita tvær ungar og upprennandi fræðikonur í þessum árgangi Andvara. Önnur ævisaga, sem verða mun þrefalt stærri, eftir Hannes Hólmstein Gissurarson, hefur verið miklu umdeildari, en síðasta bindi hennar er ekki komið út þegar þetta er ritað. Verki Hannesar var tekið fyr- irfram af mikilli tortryggni, enda höfundurinn afar umdeildur. Þarflaust er að rekja hér þau hörðu viðbrögð og miklu skrif sem urðu þegar fyrsta bindi verksins, Halldór, kom út. Alvarlegar ásakanir voru bomar á höfundinn um stórfelldan ritstuld, að hann hafi tekið texta Halldórs, og raunar verk fleiri manna, ófrjálsri hendi. Ákæra þess efnis frá erfingjum Laxness er nú fyrir dómstólum. Áður höfðu sömu aðilar skotið málinu til siðanefndar Háskóla Islands, enda höfundurinn háskólakennari. Af einhverjum ástæðum, sem ég hygg að aldrei hafi verið upplýstar opinberlega, vék siðanefnd málinu frá sér. I framhaldi af því kom svo kæra til dómstóla. I tímaritinu Sögu í fyrra birtist afar löng ritgerð eftir Helgu Kress þar sem tilgreind eru fjöldamörg dæmi um að Hannes hafi í bókinni Halldór tekið texta Halldórs Laxness og fleiri höfunda lítt breyttan í stórum stíl og birt sem sinn eigin, án tilvísunar. Hannes svarar fyrir sig í sama riti, fyrra hefti þessa árs. Verður ekki annað sagt en honum farist vömin fimlega eftir atvikum, hann skýrir vinnubrögð sín en viðurkennir að töluvert hafi skort á það að nægilega væri vísað til heimilda. Um lagalega hlið þessa máls er rétt að hafa sem fæst orð eins og stendur og bíða úrskurðar dómstóla. Hins vegar er það almennt að segja um þær ásakanir sem á Hannes eru bornar, að sú leið sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.