Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 9
ANDVARI
FRÁ RITSTJÓRA
7
og störf Halldórs Kiljans Laxness. Það framlag er að minnsta kosti umfangs-
meira en frá nokkrum öðrum íslenskum fræðimanni eða söguritara.
*
Þótt ársins 1955 sé einkum minnst í íslenskri bókmenntasögu fyrir Nóbels-
verðlaunin til Halldórs Laxness, má líka minnast þess að á því ári bar fleira
til tíðinda á því sviði sem sögulegt er. Þetta var í miðju kalda stríðinu og
borgaralegir rithöfundar og stjómmálamenn stofnuðu þá Almenna bókafé-
lagið sem átti að vega upp á móti áhrifum róttæklinga og Máls og menningar.
Hópur skálda undir forustu Einars Braga hóf á sama ári útgáfu Birtings hins
nýrri, sem var merkilegt rit með ferskum blæ og átti drjúgan þátt í að halda
íslenskum skáldskap í tengslum við nýja list erlendis. Birtingur var eins
konar málgagn atómskáldakynslóðarinnar. En árið 1955 kom út fyrsta ljóða-
bók yngra skálds sem tekið var með miklum fögnuði, Kvœðabók Hannesar
Péturssonar.
/ /
Ari fyrr hafði Magnús Asgeirsson kynnt Hannes í Ljóðum ungra skálda,
og var það eitt síðasta verk Magnúsar sem lést árið 1955. Hannesi var fagnað
sem brúarsmiði milli gamals og nýs í íslenskum skáldskap. Þegar Ljóð ungra
skálda komu út ritaði Sigurður Þórarinsson grein í Morgunblaðið 21. desem-
ber 1954 sem hefst svo: „Síðastliðinn miðvikudag barst mér í hendur ein
sú ánægjulegasta bók, sem ég hef litið um langt skeið. Ég hafði ekki lesið
lengi í þessari bók þegar ég var kominn í þá fagnaðarstemningu að ekki vant-
aði mikið á að ég hlypi niður á Lækjartorg, stigi þar upp á kassa og vitnaði
hástöfum: Fögnum, bræður og systur. Mikið skáld er upp risið meðal vor!“
Skáldið var Hannes Pétursson, tuttugu og þriggja ára, og hafði ungu skáldi á
Islandi víst ekki verið fagnað jafneindregið frá því Kristján Albertsson heils-
aði Vefara Halldórs Laxness með hinum frægu orðum: „Loksins, loksins!“
Frá útgáfu Kvæðabókar hefur Hannes Pétursson verið í fremstu röð
íslenskra skálda og list hans dýpkað með aldri. Árið 1955 kom einnig út
ljóðabók Jóhannesar úr Kötlum, Sjödægra, þar sem þetta virta þjóðskáld og
eldrauði baráttumaður gengur öruggum skrefum til móts við módernismann
og skilar sinni bestu og auðugustu bók, sem speglar heimsástand eftirstríðs-
áranna í sterkum og skáldlegum myndum.
Enn er þess að geta um bókmenntaárið 1955 að þá kom út fyrsta skáld-
saga ungs höfundar sem bregður upp minnilegri samtíðarmynd frá því þegar
ótryggum heimi nútímans og borgarinnar slær saman við hinn staðfasta heim
sveitarinnar. Þetta er bók Indriða G. Þorsteinssonar, Sjötíu og níu afstöðinni,
ógleymanleg saga öllum sem lesið hafa, enda hefur hún lifað betur en önnur
verk frá þessum tíma. Nýlega hefur Kristján B. Jónasson bókmenntafræð-
ingur komist svo að orði um sögu Indriða, í formála að sjöttu útgáfu hennar,
2001: „Sagan öðlaðist þegar í stað þann sess sem hún hefur æ síðan haft: