Andvari - 01.01.2005, Page 14
12
TRYGGVI GÍSLASON
ANDVARI
Ætt og uppruni
Þórarinn Björnsson fæddist á Víkingavatni í Kelduhverfi 19. desem-
ber 1905. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Hallgrímsdóttir [1881-
1959] úr Austurgörðum í Kelduhverfi og Björn Þórarinsson Víkingur
[1858-1942] sem ól allan aldur sinn á Víkingavatni. Björn Þórarinsson
Víkingur tók við búi á Víkingavatni eftir föður sinn, Þórarin Björns-
son [1819-1903], árið 1896 en frá 1924 er Guðrún Hallgrímsdóttir
talin standa fyrir búi.2 Þórarinn Bjömsson var elstur fjögurra systkina.
Næstur honum kom Benedikt [1908-1959], gagnfræðingur frá Gagn-
fræðaskólanum á Akureyri 1928 er lengi vann sem bókari hjá ÁTVR
en fékk ungur lömunarveiki og andaðist fyrir aldur fram. Þriðja í röð-
inni var Jónína [1912-1989] sem lengst af dvaldist á VíTingavatni,
„vönduð og hreinlynd, gædd slíku minni á ýmsan fróðleik, að furðu
gegnir“.3 Yngstur var Sveinn [1915-2000] sem tók við búi af móður
sinni 1944 og bjó á Víkingavatni til 1980, en þá var búskap á þeim
hluta jarðarinnar hætt.
Guðrún Hallgrímsdóttir, móðir Þórarins Bjömssonar, var dóttir hjón-
anna í Austurgörðum, Kristínar Jónsdóttur [1842-1929] frá Fjósatungu
í Fnjóskadal og Hallgríms Hólmkelssonar [1836-1881] frá Tóvegg í
Kelduhverfi. Faðir Þórarins skólameistara var sonur hjónanna Þórarins
Bjömssonar frá Víkingavatni og Guðrúnar Ámadóttur [1830-1880] frá
Hóli á Fjöllum. Langafi Þórarins skólameistara var Bjöm Þórarinsson
[1781-1843], bóndi á Víkingavatni, sonur Þórarins yngra Pálssonar
[1733- um 1784] og hefðarkonunnar Ólafar Grímsdóttur [1747-1819]
frá Fjöllum í Kelduhverfi.4 Þórarinn Pálsson var aftur sonur hjónanna
Páls Arngrímssonar [1696-1762] og Ragnhildar Þórarinsdóttur [f.
1700] frá Víkingavatni, en þau hjón bjuggu á Víkingavatni frá 1718 til
1762. Á undan þeim hafði búið á Víkingavatni faðir Ragnhildar, Þórar-
inn Þórðarson [1658-1703] hreppstjóri, sem fyrstur forfeðra Þórarins
skólameistara Björnssonar mun hafa búið á Víkingavatni frá því um
1680. Ætt Þórarins skólameistara bjó því á Víkingavatni þrjár aldir, frá
því um 1680 til 1980.
Páll Amgrímsson, bóndi á Víkingavatni, var sonur Arngríms Hrólfs-
sonar [um 1654-1700], bónda á Laugum í Reykjadal og sýslumanns í
Þingeyjarþingi frá 1685 til dauðadags. Foreldrar Ámgríms voru Hrólfur
Sigurðsson [1612-1704], sýslumaður á Skútustöðum í Mývatnssveit
og bóndi á Laugum og Grýtubakka, og Björg yngri Skúladóttir [um