Andvari - 01.01.2005, Qupperneq 29
andvari
ÞÓRARINN BJÖRNSSON
27
þótti fremur eitthvað fallegt við það að ganga svo hreint til verks. Var
ekki eitthvað heilt við það að lifa svo heitt og sterkt, að menn gleymdu
öllu því, sem fram fór umhverfis? Það þótti mér, gestinum að norðan,
þar sem of margt er ef til vill gert í felum.“36 Við skólaslit 1958 rifjar
hann upp að merkur maður og lífsreyndur hafi eitt sinn sagt honum
„að þrisvar hafi hann orðið glaðastur um ævina: þegar hann varð stúd-
ent, þegar hann trúlofaðist og þegar honum fæddist fyrsta barnið“.37
Fjölskylda, kona og böm, voru honum því hugleikin og urðu Þórarni
Bjömssyni mikils virði í lífinu.
Ahugi Þórarins Björnssonar á tónlist vaknaði snemma og var hann
mikill tónlistarunnandi alla ævi og sat sem formaður Tónlistarbanda-
lags Akureyrar þegar það beitti sér fyrir stofnun tónlistarskóla á Akur-
eyri árið 1946. Kom í hlut Þórarins að setja Tónlistarskóla Akureyrar
20. janúar 1946 og bjóða skólastjórann, Margrétu Eiríksdóttur, vel-
komna til starfa við skólann með þessum orðum:
Eins og kunnugt er hefir ungfrú Margrét Eiríksdóttir verið ráðin til forstöðu
hans og jafnframt píanókennari hans. Er það tvímælalaust mesta happið, sem
fyrir skólann hefur komið. Megum við þakka það Jakob Tryggvasyni, organ-
ista. Það var hann, sem reyndist svo farsæll, og er mér enn að nokkru hulið,
hvemig það mátti verða, að Reykvíkingar, sem yfir öllu gúkna, lifandi jafnt
sem dauðu, létu ungfrú Margréti ganga úr greipum sér. Vandamenn og ábyrgð-
armenn Tónlistarskólans eiga vart aðra ósk einlægari en þá, að skólanum auðn-
ist sem lengst að njóta ágætra krafta hennar. Með hljómleikum þeim, er hún
hefir haldið bæði syðra og nyrðra, hefir hún sýnt, hvers hún er megnug sem
listakona. En sagan er ekki þar með öll sögð. Vinur minn Róbert Abraham,
sem mér finnst skrifa tónlistardóma sína af meiri skýrleika og anda en títt er í
íslenskum blöðum, eins og hans var líka von og vísa, lét þess getið í umsögn
sinni í Morgunblaðinu um hljómleika Margrétar, að hún hefði sýnt bæði lista-
þroska og mannlegan þroska. Það er auðsætt, að til listaafreks þarf listaþroska,
en listaþroski er ekki einhlítur til árangurs í skólastarfi. Þar ríður ekki minna á
hinum mannlega þroska. Það hefir löngum þótt brenna við, að listamenn væru
nokkur „vandræðabörn“, en slíkt verður ekki um Margréti sagt. Hún vekur
óvenju mikið traust.38
Bjóst er að Margrét Eiríksdóttir vakti þegar mikið traust með Þórarni
Björnssyni, eins og raunar öðrum sem henni kynntust. Traust hans
breyttist í aðdáun og ást og skein ást og aðdáun ávallt úr augum Þórar-
ms þegar hann leit á hana og dáði hann konu sína mjög. Þau Margrét
°g Þórarinn gengu í hjónaband 22. júní 1946 og stofnuðu bú í Brekku-
götu 13 þar sem þau bjuggu til vors 1948 að þau fluttust í skólameist-