Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2005, Page 30

Andvari - 01.01.2005, Page 30
28 TRYGGVI GÍSLASON ANDVARI araíbúðina í gamla skólahúsi Menntaskólans á Akureyri. Þar bjuggu þau til vors 1960 en þá fluttust þau í nýja skólameistaraíbúð í Heima- vist MA og bjó fjölskyldan þar til vors 1968. Margrét og Þórarinn eignuðust tvö börn, dóttur og son. Dóttirin, Guðrún Hlín, er fædd á Akureyri 17. apríl 1947, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1967 og kennaraprófi 1968 og starfaði allmörg ár sem kennari en vinnur nú við verslunarstörf í Reykjavík. Sonurinn, Bjöm, fæddist á Akureyri 22. júní 1949, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1969 og almennu læknaprófi frá Háskóla Islands 1976, stundaði sérfræðinám í Bandaríkjunum og er sérfræðingur í lyflækningum, lungnasjúkdómum og gjörgæslulækn- ingum. Björn stundaði kennslustörf við bandaríska háskóla en er nú yfirlæknir lungna- og taugadeildar King’s Daughters Medical Center í Ashland í Kentucky. Guðrún Hlín giftist 1968 Gísla Björnssyni Blöndal, rafvirkja og raftæknifræðingi, og eignuðust þau dótturina Margrétu 19. apríl 1968. Guðrún Hlín og Gísli skildu 1972. Árið 1974 giftist Guðrún Hlín Sig- urði Karlssyni viðskiptafræðingi og eiga þau þrjú börn, Þórönnu, fædd 14. september 1974, Svanhildi, fædd 24. nóvember 1976, og Karl, sem fæddur er 13. apríl 1979. Björn Þórarinsson kvæntist 1970 Frances Thomson Þórarinsson og eiga þau tvö böm, Þórarin, sem fæddur er 16. apríl 1975, og Susannah Tace, sem fædd er 12. maí 1980. Afkomendur Margrétar Eiríksdóttur og Þórarins Bjömssonar eru 15 talsins. Margrét Eiríksdóttir lést í Reykjavík 1. september 2001 og hvfla þau hjón hlið við hlið í kirkjugarðinum á Höfðanum á Akureyri. Skólameistari Sigurður Guðmundsson sótti um lausn frá embætti með bréfi til forseta Islands sem dagsett er 12. september 1947. Var embætti skólameistara við Menntaskólann á Akureyri þá auglýst laust til umsóknar í fyrsta skipti.39 Umsækjendur voru fjórir: Ármann Halldórsson, skólastjóri Miðbæjarskólans í Reykjavík [1909-1954], Brynleifur Tobiasson [1890-1958], Steindór Steindórsson frá Hlöðum [1902-1997] og Þór- arinn Bjömsson, en þrír hinir síðast nefndu voru kennarar við skólann en allir umsækjendur höfðu stundað nám við skólann. Ymsar vangaveltur voru um það hver hlyti hnossið. Til er bréf frá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.