Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2005, Page 43

Andvari - 01.01.2005, Page 43
andvari ÞÓRARINN BJÖRNSSON 41 sitt af mörkum til friðar þjóða og manna. „Hann gerir það með slíkum yndisþokka í frásögn, að bókin varð þegar frá upphafi ein sú evrópsk lilja sem allir vildu kveðið hafa, og hefur sagan haldið virðíngarsessi í bókmenntum heims jafnan síðan, þó tímar og menn hafi breyst,“ segir Halldór Laxness í ritdómi í Þjóðviljanum 8. febrúar 1948. Og hann heldur áfram: Eg þekki fáar bækur unaðslegri en Jóhann Kristófer, lesandinn lifir í nokkurs konar „öðru ljósi“ undir lestrinum, og þó skynjun höfundarins á mannleg efni sé furðu alger, og hvergi farið í launkofa með neitt, er einlægni hans altaf jafnhátíðleg, og lesandinn finnur sig ævinlega í nálægð hins undursamlega. Frásögnin er með þeim hætti að maður verður aldrei var við mál né stíl undir lestri, öll fyrirhöfn hverfur, það er eins og hlutimir sjáist gegnum fáið gler, þar sem einhver dularfullur ljósvaldur, óháður forminu, ráði lit og skugga. f...] Því má ekki heldur gleyma, að þýðíng Þórarins Björnssonar er merki- lega vel gerð; auk þess sem hún lýsir virðíngu þýðandans fyrir hinu einstæða verki sem hann færist í fáng að gefa löndum sínum, þá hefur hann gullvæga heimafeingna þekkíngu á íslenskri túngu, kominn af miklu gáfufólki norður- þíngeysku, og hámenntaðan málsmekk af frönskunámi og latínu, svo það er eitt fyrir sig unaður að lesa jafnfágaða íslensku og þá sem maður þessi hefur á valdi sínu.68 Fleiri urðu til þess að lofa málfar og stílsnilld Þórarins Björnssonar á Þýðingunni á þessu merka bókmenntaverki og þótt sumt efni verksins finni ef til vill ekki lengur hljómgrunn meðal lesenda á 21. öld leynast engum tök Þórarins Björnssonar á íslensku máli og stíl.69 Margrét Eiríksdóttir sagði undirrituðum eitt sinn frá því að Þórarinn hefði oftast skrifað skólaslitaræður sínar - og jafnvel aðrar ræður sínar a síðustu stundu, gjarna nóttina áður en hann átti að flytja ræðuna. Það hefði verið eins og álagið og spennan knúðu hann til meiri átaka, til skarpari hugsunar, enda minnist hann sjálfur á þetta. „Hins vegar flutti hann aldrei alveg þá ræðu sem hann skrifaði,“ sagði Margrét. Kemur Þar fram eitt einkenni mikilla ræðumanna: að gleyma sér í boðuninni, enda hafði kennarinn og ræðulistamaðurinn Þórarinn Björnsson frá ^nklu að segja á sinn lifandi hátt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.