Andvari - 01.01.2005, Qupperneq 50
48
TRYGGVI GÍSLASON
ANDVARI
Stuttu eftir að Þórarinn kom til starfa eftir veikindin kom ég til hans einhverra
erinda. Spurði ég hann þá, hvað hann hygðist fyrir, hvort hann hefði hugleitt að
hætta amstri skólastarfsins og snúa sér að ritstörfum. Hann þakkaði mér fyrir
að spyrja, og sagði sér hefði sterklega dottið það í hug. Honum hefði verið ráð-
lagt að hætta starfi skólameistara, og hann hefði hug á að vinna að tilteknum
málum, sem tengdust heimspeki og sálarfræði, og skrifa bækur. Hann væri
reyndar að vinna að ýmsum rannsóknum sem hann þyrfti tóm til að ljúka. Þrá
hans væri umfram allt að skrifa. „Mér fannst alveg ómögulegt," sagði hann,
„að hverfa frá í miðju kafi og fyrirvaralaust út af því að ég lagðist veikur. Þess
vegna tók ég ekki annað í mál en koma aftur að skólanum. Það væri hins vegar
gaman fyrir mig að ljúka ferlinum á að brautskrá ykkur, sem nú eruð í sjötta
bekk, og þess vegna er trúlegt að ég láti af embætti að loknu þessu skólaári og
snúi mér að ritstörfunum, þótt ég hafi ekki gengið frá því opinberlega enn.“
Þórarni Björnssyni auðnaðist ekki að snúa sér að ritstörfum, eins og
hugur hans stóð til. Hann hefði lengst af verið heilsuhraustur en að
því kom að hann gat ekki meir. I ágúst 1966 veiktist hann snögglega
af kransæðastíflu og var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Var fyrirsjáanlegt að hann kæmi ekki til starfa næsta skólaár. Dvald-
ist hann í Reykjavík um veturinn og komst til allgóðrar heilsu, að því
er talið var. Steindór Steindórsson frá Hlöðum gegndi á meðan starfi
skólameistara en hann hafði kennt við skólann frá hausti 1930 og sótti
um starf skólameistara á móti Þórami 1947, eins og áður er að vikið.
Haustið 1967 tók Þórarinn aftur við störfum og setti skóla 1. október
1967, eins og venja var. Um miðjan nóvember veiktist hann aftur og nú
enn hastarlegar. Lá hann á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að heita
má til dánardægurs. Þórarinn Björnsson lést 28. janúar 1968.
Margir urðu til þess að minnast Þórarins Björnssonar skólameist-
ara. Flestir, sem um hann skrifuðu, töluðu um gáfur hans, góðvilja
og örlyndi. Andrés Bjömsson, fyrrum útvarpsstjóri, segir: „Fremsta
menntasetur á Norðurlandi drúpir nú við fráfall Þórarins Björnssonar
skólameistara. [...] Persóna hans var sem umleikin björtum loga, sem
yljaði, en brenndi ekki. Þórarinn Björnsson var alla tíð mikill geðhrifa-
maður. Hann kunni hvorki að daufheyrast né horfa sljóum augum á
neitt, sem gerðist umhverfis hann. Gleði og sorg gekk honum nær
hjarta en flestum eða öllum mönnum, sem ég hef kynnst um dagana, en
skýrleiki hans, sterk skynsemd og rökvísi vakti yfir örum tilfinningum
og skapaði þeim farveg.“109
Árni Kristjánsson [1915-1974], íslenskukennari við Menntaskólann
á Akureyri, segir í minningargrein: „Ég hef engum manni kynnst, sem