Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2005, Side 60

Andvari - 01.01.2005, Side 60
58 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI fræðilega kennslu (Videnskabelig Underviisning) hins vegar. í málakennsl- unni voru námsgreinamar, dönsk tunga, latnesk tunga, gríska, hebreska, franska og þýska. Þegar til fræðanna kom voru námsgreinamar landafræði, saga, tölvísi og rúmmálsfræði. í Bessastaðaskóla var hvorki kennd franska né þýska og í raungreinum var kennslan ófullkomin í upphafi (Sama rit, 41-75). Þegar Guttormur Pálsson hætti kennslu tók við af honum Jón Jónsson, kenndur við Flekkudal í Kjós. Hann var tveimur ámm yngri en alnafni hans og brautskráður úr Hólavallarskóla 1801, en innritaður í Hafnarháskóla haustið 1805. Hann tók undirbúningsprófin með fyrstu einkunn og að þeim loknum lagði hann stund á málfræði við kennaradeild háskólans, en lauk ekki námi, þar sem hann var settur aukakennari (adjunkt) við Bessastaðaskóla 1807. Haustið 1815 var hann skipaður í embættið, en þar sem hann hafði lent í útistöðum við nágranna sinn, sigldi hann áleiðis til Hafnar með póstskipinu á útmánuðum 1817 þeirra erinda að sækja um Breiðabólstað í Fljótshlíð, en skipið fórst með allri áhöfn við Saxahólsbjarg undir Snæfellsjökli. Séra Ámi Helgason tók við kennslu hans um nokkurt skeið. Jón Jónsson eldri varð lektor (skólastjóri) í stað Steingríms Jónssonar og gegndi því starfi þar til skólahaldi lauk á Bessastöðum vorið 1846. Sama ár og Jón varð lektor var Hallgrímur Scheving ráðinn til skólans. Hallgrímur var fæddur 1781 og braustskráður úr Hólaskóla. Hann var skráður í stúdenta- tölu 5. maí 1804 og lauk undirbúningsprófum ári síðar með fyrstu einkunn. Líkt og Jón frá Flekkudal hóf hann nám í málfræði við „Seminarium pæda- gogicum" og lauk þaðan prófi með latínu og grísku sem aðalfög 1809. Á háskólaárum sínum vann hann tvívegis til verðlauna og árið 1815 hlaut hann doktorsnafnbót fyrir rit sitt „Observationes criticæ in qvædam Bruti Cicer- ionis loca“ um Brutus í ritum Ciceros. Hallgrímur var alla tíð latínukennari Bessastaðaskóla. Hann naut mikils álits sem kennari og fræðimaður, en verka hans sér nú lítinn stað. IV Stjómvöld fóru sér hægt að skipa nýjan kennara í stað Jóns frá Flekkudal, en árið 1819 varð þar breyting á. Sveinbjörn Egilsson lauk prófi í guðfræði við Hafnarháskóla 11. janúar 1819 með fyrstu einkunn. Hann hafði ekki lært undir stúdentspróf á Bessastöðum, heldur notið kennslu séra Áma Helga- sonar í Görðum sem brautskráði hann 1810. Sveinbjöm var fæddur 1791 og ólst að nokkru upp í Viðey hjá Magnúsi Stephensen. Hann var skráður í stúd- entatölu Hafnarháskóla 11. janúar 1815, þá 23 ára að aldri. Námsferill hans við háskólann var með ágætum og ásamt námi vann hann að útgáfustörfum fyrir Hið íslenska bókmenntafélag. Sveinbjöm var skipaður kennari við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.