Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2005, Page 65

Andvari - 01.01.2005, Page 65
ANDVARI BESSASTAÐASKÓLI 63 Þrátt fyrir þessa annmarka hefir Bessastaðaskóli hlotið betra eftirmæli en flestar ef ekki allar menntastofnanir á íslandi fyrr og síðar. Dómur Gríms Thomsens er svohljóðandi: „Eg þori að fullyrða, að leit mun vera, við hvem skóla og á hverju landi sem vill, að meira kennara mannvali, en þá var á Bessastöðum; því eins og lærdómurinn var, eins var dagfarið.“(SÁr//7?/V 1921, 88). Grímur nafngreinir ekki Jón Jónsson lektor, en segir að Hallgrímur Scheving hafi verið sannur Rómverji, strangur, réttlátur og alvörugefinn í kennslutímum. Hann hafi verið „einn hinn latínulærðasti maður á sinni tíð“, °g í íslensku fommáli og bókmenntum með þeim fremstu. Hallgrímur var meira en meðalmaður á velli, herðamikill og karlmann- ^gur, burðamaður og góður glímumaður á yngri árum, enda var hann jafnan viðstaddur þegar skólapiltar þreyttu glímur. Grímur Thomsen segir að hann hafi stutt mjög að því að glíman legðist ekki af. í lund var hann allra manna lslenskastur, en framkoma hans í kennslustund var með nokkrum þótta og laum datt í hug að gera sér dælt við hann. Margir af nemendum hans hafa minnst hans síðar á ævinni og allir á einn veg, enda reyndist hann þeim Jafnan haukur í homi þegar á reyndi. Grímur segir t.a.m. að „þótt hann væri a stundum þungorður við þá upp í eyrun, þá tók hann málstað þeirra á bak.“ Hallgrímur mataðist með skólasveinum og svo mikla virðingu báru þeir fyrir honum að enginn þorði að mæla orð frá vörum í návist hans. Um Sveinbjöm Egilsson kemst hann svo að orði „að lipurleiki og lær- dómur, snilld og fróðleikur" hafi haldist þar í hendur. Sveinbjöm hafi verið mikið mildari og þýðari en Scheving „og því síður lagaður til að stjóma mörgum og ólíkum unglingum." (Sama rit, 88-89). Sveinbjöm Egilsson er skemmtilegur bréfritari og bregður oft fyrir góðlát- egri kímni þegar hann greinir frá högum sínum. í bréfi til Bjama amtmanns Torsteinssonar 21. mars 1822, sem skrifað er á Bessastöðum, greinir hann lrá trúlofun sinni og Helgu Gröndal og heldur síðan áfram og segir: „Nú á e§ að fara að læra að búa, það er slæm lectía, og ekki kemur mér á óvart, þó eg strandi nokkrum sinnum í henni; - eg ætla bara að vara mig við að hafa lectíumar stórar fyrst framan af; eg byrja þá á einni kú, til skiptis við Nissens grísku grammatík. Eg lifj 0g f,efi iifað, síðan eg flutti hingað af Regentsi, eins og eg lifði þar, aedl heilsu og sjálfum mér líkur; er nú búinn að gleyma miklu af því litla eg anni í theologicis, en hefi í þess stað fengið skarðið uppbætt af Xenophon °g Homer. Oftar hefi eg litið í Eddu eða einhvörja ísl. sögu en biblíuna eða Patres ecclesiasticos“ (Landsbókasafn íslands. Árbók 1992, 53). Benedikt Gröndal lýsir Sveinbimi föður sínum svo í Dœgradvöl. „Faðir mmn var með minni meðalmönnum á vöxt, grannur og vel vaxinn, ekki Sterkur, en snarpur og liðugur, ... Sjaldan reiddist faðir minn, en raunalegur reiðisvipur kom yfir hann, þegar svo varð, eða honum mislíkaði, og man ég
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.