Andvari - 01.01.2005, Síða 65
ANDVARI
BESSASTAÐASKÓLI
63
Þrátt fyrir þessa annmarka hefir Bessastaðaskóli hlotið betra eftirmæli en
flestar ef ekki allar menntastofnanir á íslandi fyrr og síðar. Dómur Gríms
Thomsens er svohljóðandi: „Eg þori að fullyrða, að leit mun vera, við hvem
skóla og á hverju landi sem vill, að meira kennara mannvali, en þá var á
Bessastöðum; því eins og lærdómurinn var, eins var dagfarið.“(SÁr//7?/V 1921,
88). Grímur nafngreinir ekki Jón Jónsson lektor, en segir að Hallgrímur
Scheving hafi verið sannur Rómverji, strangur, réttlátur og alvörugefinn í
kennslutímum. Hann hafi verið „einn hinn latínulærðasti maður á sinni tíð“,
°g í íslensku fommáli og bókmenntum með þeim fremstu.
Hallgrímur var meira en meðalmaður á velli, herðamikill og karlmann-
^gur, burðamaður og góður glímumaður á yngri árum, enda var hann jafnan
viðstaddur þegar skólapiltar þreyttu glímur. Grímur Thomsen segir að hann
hafi stutt mjög að því að glíman legðist ekki af. í lund var hann allra manna
lslenskastur, en framkoma hans í kennslustund var með nokkrum þótta og
laum datt í hug að gera sér dælt við hann. Margir af nemendum hans hafa
minnst hans síðar á ævinni og allir á einn veg, enda reyndist hann þeim
Jafnan haukur í homi þegar á reyndi. Grímur segir t.a.m. að „þótt hann væri
a stundum þungorður við þá upp í eyrun, þá tók hann málstað þeirra á bak.“
Hallgrímur mataðist með skólasveinum og svo mikla virðingu báru þeir fyrir
honum að enginn þorði að mæla orð frá vörum í návist hans.
Um Sveinbjöm Egilsson kemst hann svo að orði „að lipurleiki og lær-
dómur, snilld og fróðleikur" hafi haldist þar í hendur. Sveinbjöm hafi verið
mikið mildari og þýðari en Scheving „og því síður lagaður til að stjóma
mörgum og ólíkum unglingum." (Sama rit, 88-89).
Sveinbjöm Egilsson er skemmtilegur bréfritari og bregður oft fyrir góðlát-
egri kímni þegar hann greinir frá högum sínum. í bréfi til Bjama amtmanns
Torsteinssonar 21. mars 1822, sem skrifað er á Bessastöðum, greinir hann
lrá trúlofun sinni og Helgu Gröndal og heldur síðan áfram og segir: „Nú á
e§ að fara að læra að búa, það er slæm lectía, og ekki kemur mér á óvart, þó
eg strandi nokkrum sinnum í henni; - eg ætla bara að vara mig við að hafa
lectíumar stórar fyrst framan af; eg byrja þá á einni kú, til skiptis við Nissens
grísku grammatík.
Eg lifj 0g f,efi iifað, síðan eg flutti hingað af Regentsi, eins og eg lifði þar,
aedl heilsu og sjálfum mér líkur; er nú búinn að gleyma miklu af því litla eg
anni í theologicis, en hefi í þess stað fengið skarðið uppbætt af Xenophon
°g Homer. Oftar hefi eg litið í Eddu eða einhvörja ísl. sögu en biblíuna eða
Patres ecclesiasticos“ (Landsbókasafn íslands. Árbók 1992, 53).
Benedikt Gröndal lýsir Sveinbimi föður sínum svo í Dœgradvöl. „Faðir
mmn var með minni meðalmönnum á vöxt, grannur og vel vaxinn, ekki
Sterkur, en snarpur og liðugur, ... Sjaldan reiddist faðir minn, en raunalegur
reiðisvipur kom yfir hann, þegar svo varð, eða honum mislíkaði, og man ég