Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2005, Síða 66

Andvari - 01.01.2005, Síða 66
64 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI alltaf eftir því, að okkur stóð ótti af honum, en sá ótti var ekki hræðsla, heldur óánægja yfir að hafa styggt hann, en þetta vildi sjaldan til, því hann var hvers- dagslega gæfur og hógvær, afskiptalítill, aldrei ofsalegur, enginn hávaða- maður, frábitinn öllu slarki; samt drakk hann stundum og varð kenndur, en það var sjaldan og allt í hófi“ (Dægmdvöl (1965), 79. Um Björn Gunnlaugsson segir Grímur Thomsen að hann hafi ekki verið af þessum heimi. Bjöm hafi í engu viljað vamm sitt vita, heldur dvalið í stjömunum og öllu hinu háleita, en „þekkti ekkert lágt, og gaf því engan gaum. Lærisveinar elskuðu hann og virtu, og varla mun það hafa komið fyrir, að nokkur móðgaði hann viljandi; en piltar höfðu ekki beyg af honum eins og af Schevmg “(Skírnir (1921), 89). Benedikt Gröndal helgaði Birni einnig nokkurt rými í Dægradvöl, en ekki kemur það allt heim við orð Gríms. Lýsing hans á Birni er á þessa leið: „Björn Gunnlaugsson var hár og gildur, höfuðmikill og með stórt and- lit og alltaf rólegt ...; aldrei brá honum til reiði eða annarra geðshræringa svo menn viti, enda mun þetta hafa valdið því, að hann var og hefur verið skoðaður sem heimspekingur og fengið miklu meira orð fyrir það hér en vert var, olli því einkum útlit og svipur Björns og allt háttalag hans, sem var einkennilegt og öðrum ólíkt; Njóla fékk hér almenningslof, af því alþýðan hafði ekkert vit á að dæma hana, en varð hrifin af þessum hálfmystisku alheimsdraumum ..., og þó Njóla væri tvisvar gefin út, þá er hún lítils virði, ómerkileg að innihaldi og smekklaus að formi, ... Björn var ekkert annað en mathematicus, en þar var hann líka genius, öll hans heimspeki var tóm mathematik. Hann mundi hafa jafnazt við Gauss eða Newton, hefði hann verið annarstaðar og í öðrum kringumstæðum, en það hamlaði honum, að hann var svo latur og værugjarn og lá alltaf í rúminu meðan hann var ekki í skólanum, að því undanteknu sem hann ferðaðist á hverju sumri til að mæla, en þetta tók hann einnig með sannkallaðri heimspekilegri ró.“ {Dægradvöl (1965), 76-77). Gröndal lét heldur ekki mikið af kennslu Bjamar. Samt „kenndi hann mér á vetrarkvöldum að þekkja ýmsar stjörnur, og það held ég sé það eina, sem ég hef lært af honum, því öll hans kennsla var ónýt, hvort heldur var danska, landafræði eða reikningur; hann var skapaður til að vera vísindamaður, en ekki skólakennari. ... Hann var undarlega nefmæltur, eins og hálfholgóma; piltar báru mikla virðingu fyrir honum og gerðu sér ekki dælt við hann, þó hann þætti undarlegur; það var honum allt fyrirgefið, því menn vissu, hver hann var. ... Björn var fráhverfur kvenfólki, og dáruðu Islendingar hann fyrir það, og komu honum loksins til að fara til einhverrar lausakonu og sögðu hann yrði að segja eitthvað fallegt við hana, t.a.m. hún væri fagureygð og því líkt. Bjöm fór og segir við stúlkuna: „Deres 0jne er gule og grönne og röde og blaa og spille i alle Regnbuens Farver.“ Stúlkan hefur haldið, að maðurinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.