Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2005, Side 73

Andvari - 01.01.2005, Side 73
andvari BESSASTAÐASKÓLI 71 að færa erlent fagmál í íslenskan búning. Um það verður ekki rætt hér. Ekki þarf annað en lesa það sem Bjöm skrifar eftir Jón Bjamason í Þórormstungu til að sjá að þar fer mikill smekkmaður á íslenskt mál. Víst má telja að Jónas Hallgrímsson hafi búið að orðfæri Bjamar í kennslustundum þegar hann íslenskar Stjörnufræði Ursins nokkrum árum eftir að hann brautskráðist frá Bessastaðaskóla. Mæling Islands og gerð korta af landinu er einstakt afrek. Bjöm Gunn- laugsson vann að þessu verki í sumarleyfum sínum 1831-1843 með dæma- fárri atorku. Þegar í milli var greip hann í að yrkja Njólu segir Þorvaldur Thoroddsen. Honum reiknast svo til að Bjöm hafi verið rúma 700 daga í mælingaferðum sínum (.Landfræðisaga íslands III, 302-34). Það kom svo í hlut íslenskra Hafnarstúdenta að annast um prentun kortanna. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags sem Jónas Hallgrímsson átti hugmyndina að voru mikilvægar viðbætur við mælingar Bjamar og korta- gerð. Vonandi er þess ekki langt að bíða að útgáfu þeirra ljúki og þær liggi allar fyrir á prenti í vönduðum útgáfum. Mælikvarði á ágæti allra menntastofnana hlýtur að vera hvemig nemendum þeirra tókst að ávaxta það pund sem þeim var í hendur fengið. Varla verður í efa dregið að áhrifin á endurreisn og fegrun íslenskrar tungu verði fyrst fyrir þegar afrek Bessastaðaskóla eru metin. Jón Guðmundsson ritstjóri komst svo að orði um þá Hallgrím og Sveinbjörn að þeir hafi ekki aðeins verið „betur að sér í íslenskri tungu en allir samtíðamenn þeirra, heldur ólu þeir einnig í brjósti sér svo lifandi virðingu og ást á móðurmáli sínu, og höfðu slíkt yndi af að vekja hinar sömu tilfinningar hjá þeim lærisveinum, sem sinntu því, að það gat ekki orðið ávaxtalaust.“ Það leikur ekki á tveimur tungum að íslensk ljóðagerð varð sem endurborin á fyrri hluta nítjándu aldar. Þar ber Jónas Hallgrímsson hæst og í fótspor hans kom heil skáldakynslóð sem tengdist Bessastaðaskóla. Þar voru Jón Thoroddsen, Gísli Brynjúlfsson og Benedikt Gröndal. Ögmundur Sívertsen, Gísli Thorarensen og Magnús Grímsson ortu einnig og gáfu út ljóðabækur en skáldskapur þeirra er nú fáum kunnur. Grímur Thomsen sat að vísu ekki í Bessastaðaskóla, en hann var fæddur og alinn upp innan veggja skólans svo að hann heyrir þessari kynslóð til. Nýir bragarhættir og ljóðaþýðingar önd- vegisskálda samtímans urðu einnig viðfangsefni þeirra. Þegar til óbundna málsins kemur skortir heldur ekki að fitjað sé upp á nýjum viðfangsefnum. Jónas Hallgrímsson og Jón Thoroddsen verður að telja upphafsmenn íslenskrar smásagnagerðar og Jón Thoroddsen bætti um betur sem brautryðjandi með skáldsagnagerð sinni. Jóhann Halldórsson þýddi og frumsamdi bamabækur, Magnús Grímsson og Jón Ámason hófu að safna þjóðsögum meðan sá fyrmefndi sat í Bessastaðaskóla. Séra Helgi Sigurðsson varð annar upphafsmaður að söfnun fomminja á Islandi. Leiklist hafði lengi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.