Andvari - 01.01.2005, Side 80
78
GUÐRÚN LÁRA PÉTURSDÓTTIR OG MARÍA GESTSDÓTTIR
ANDVARI
ingabókinni Skáldatíma, hins vegar. Fyrri bækumar tvær skrifaði Halldór
stuttu eftir heimsóknir til Sovétríkjanna, fullur af eldmóði, og vildi með
þeim vekja athygli á þeim árangri sem kommúnistar höfðu náð í Ráðstjóm-
arríkjunum að hans mati. Ætlast var til þess að rithöfundar sem fengu að
heimsækja Sovétríkin fræddu landa sína um það sem fyrir augu bar og Hall-
dór fór eftir því. Þótt hann væri ekki flokksbundinn í Kommúnistaflokknum
studdi hann málstaðinn og vildi leggja sitt af mörkum til að vinna honum
fylgi á Vesturlöndum.
Skáldatími kom út 1963 og hefur að geyma uppgjör Halldórs við komm-
únismann. Hugsjónimar eru fölnaðar og hann viðurkennir að hafa ekki
alltaf farið með rétt mál í ferðasögunum. Halldór Guðmundsson segir mun-
inn á frásögnunum vera slíkan að „lesandinn gæti haldið að þetta séu ekki
sömu ferðir eða þá ekki sami maður sem fór þær“ (312). Það vill oft gleym-
ast að Skáldatími fjallar ekki aðeins um Sovétríkin og kommúnismann, þar
segir Halldór meðal annars frá klausturvist sinni og Ameríkudvöl. Lungi
bókarinnar fer þó í frásagnir af ferðunum til Sovétríkjanna og endurskoðað
mat Halldórs á kommúnismanum.
Með minningabókunum og öðrum skrifum um eigin ævi er Halldór Lax-
ness í raun að búa til söguna um líf sitt, eins og Max Frisch sagði. Hann
skráir brot úr ævisögu sinni, skrásetur liðna atburði eins og hann man þá.
Hann gefur sjálfum sér leyfi til að skálda endrum og eins og getur þannig
hagrætt því sem honum þótti miður fara í lífi sínu og haft áhrif á sýn ann-
arra á sig. í minningabókunum er hann í raun að ritstýra eigin lífi. Hverju
sleppir hann? Hverju gerir hann mikið úr? Hverju breytir hann? Hann á
þátt í að skapa heimildir um sjálfan sig þegar hann ritar bækumar, heim-
ildir sem voru Halldóri Guðmundssyni drjúgar þegar hann rannsakaði ævi
skáldsins.
II
Gildi sögu fer yfirleitt ekki eftir því, hvort hún er sönn eða login, heldur eftir því,
hvemig hún er sögð, og náttúrulega eftir hinu, hverja sýn hún opnar útyfir víðemi mann-
lífsins (204).
Halldór Kiljan Laxness
Af framansögðu má vera ljóst að Halldór Laxness átti sjálfur drjúgan þátt í að
skapa þessa ævisögu Halldórs Guðmundssonar löngu áður en hún var skrifuð,
móta ímynd sína og viðtökur. En Halldór Laxness - œvisaga ber með sér að
þar kemur annar höfundur að verki, höfundur sem ekki síður skapar sögu
skáldsins og mótar ævi þess. Það er ævisagnaritarinn Halldór Guðmundsson
sem endanlega stýrir því hvaða Laxness við hittum fyrir í þessari ævisögu.