Andvari - 01.01.2005, Síða 82
80
GUÐRÚN LÁRA PÉTURSDÓTTIR OG MARÍA GESTSDÓTTIR
ANDVARI
hugsanlega rannsaka og túlka öll gögn sín út frá þessu fyrirframgefna sjónar-
horni.6 Þegar Halldór Guðmundsson ritar sitt verk er honum, sem og öðrum,
fullljóst að Laxness var einn virtasti, afkastamesti og þekktasti rithöfundur
Islendinga á 20. öld. Hann þekkir lokakaflann í sögu skáldsins og getur
skrifað hina til samræmis við hann. Þannig hefur hann möguleika á að skapa
fagurfræðilega heild úr ævi Halldórs Laxness. Hugmyndin um að atburðir í
frásögn þurfi að mynda heild er hvergi nærri ný af nálinni. Sjálfum Aristótel-
esi var tíðrætt um mikilvægi þess að einstakir hlutar frásagnar væru í röklegu
framhaldi hver af öðrum, þegar hann samdi skáldskaparfræði sín.
Heild er það sem hefur upphaf, miðju og endi. Upphaf er það sem fylgir ekki óhjákvæmi-
lega á eftir einhverju öðru, en hefur hins vegar eitthvað annað í för með sér sem eðlilega
afleiðingu. Endir er aftur á móti það sem hlýzt af einhverju, annað hvort óhjákvæmilega
eða samkvæmt venju, en á eftir því kemur ekkert annað. Miðja er það sem er bæði á
undan og eftir einhverju öðru.7
Strax í upphafi Halldórs Laxness - œvisögu dregur höfundurinn fram þrjár
frásagnir úr ólíkum áttum, textabrot úr Heimsljósi, smásögu eftir Laxness
sem Halldór Guðmundsson segir byggða á reynslu skáldsins og nefnist
„Steinninn minn helgi“ og stutta tilvitnun úr einni af minningasögum hans,
Sjömeistarasögunni. Allar eiga þessar frásagnir sameiginlegt að lýsa vitrun
ungra pilta. Olafi Kárasyni og sögumanni smásögunnar vitrast æðri heimur
en hinn ungi Halldór í minningasögunni fær hugboð um eigin dauðdaga. Um
þær segir Halldór Guðmundsson:
En það er sameiginlegt þessum frásögnum, skrifuðum á sextíu ára tímabili, að þær lýsa
vitrun ungs drengs í heimahögum. Skyndilega birtist honum innsýn í æðri heim og um
leið fæðist nýr lífsskilningur: héðan af kemst ekkert annað að nema ritlistin (10).
Þessar frásagnir notar hann því til að varpa ljósi á rætur þeirrar ákvörðunar
Laxness að gerast rithöfundur. Þær slá tóninn fyrir það sem á eftir kemur og
gefa í skyn að Halldór Laxness hafi nánast verið fæddur skáld. Frásögninni
af ævi hans vindur fram í samræmi við það. Þráin eftir hinum æðri heimi,
heimi fegurðar, verður leiðarstefið í frásögninni af lífi Laxness og skriftar-
árátta hans tilraun til að fanga hann. í stuttum kafla sem fjallar um hlutverk
fugla og fuglasala í skáldskap og hugsun Laxness segir: „Fuglamir vísa veg-
inn inn í þann heim fegurðar sem Halldór skynjaði ungur í vitruninni við
steininn og reyndi oft að nálgast í skáldskap sínum“ (90). Og um Heimsljós
skrifar Halldór Guðmundsson: „Hvergi komst Halldór nær þeim heimi feg-
urðar sem vitrast hafði honum í æsku en í þessari bók“ (452).
Umfjöllunina um vitrun Laxness í bemsku er ekki síst hægt að skoða í
ljósi orða Nadel:
X