Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 82

Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 82
80 GUÐRÚN LÁRA PÉTURSDÓTTIR OG MARÍA GESTSDÓTTIR ANDVARI hugsanlega rannsaka og túlka öll gögn sín út frá þessu fyrirframgefna sjónar- horni.6 Þegar Halldór Guðmundsson ritar sitt verk er honum, sem og öðrum, fullljóst að Laxness var einn virtasti, afkastamesti og þekktasti rithöfundur Islendinga á 20. öld. Hann þekkir lokakaflann í sögu skáldsins og getur skrifað hina til samræmis við hann. Þannig hefur hann möguleika á að skapa fagurfræðilega heild úr ævi Halldórs Laxness. Hugmyndin um að atburðir í frásögn þurfi að mynda heild er hvergi nærri ný af nálinni. Sjálfum Aristótel- esi var tíðrætt um mikilvægi þess að einstakir hlutar frásagnar væru í röklegu framhaldi hver af öðrum, þegar hann samdi skáldskaparfræði sín. Heild er það sem hefur upphaf, miðju og endi. Upphaf er það sem fylgir ekki óhjákvæmi- lega á eftir einhverju öðru, en hefur hins vegar eitthvað annað í för með sér sem eðlilega afleiðingu. Endir er aftur á móti það sem hlýzt af einhverju, annað hvort óhjákvæmilega eða samkvæmt venju, en á eftir því kemur ekkert annað. Miðja er það sem er bæði á undan og eftir einhverju öðru.7 Strax í upphafi Halldórs Laxness - œvisögu dregur höfundurinn fram þrjár frásagnir úr ólíkum áttum, textabrot úr Heimsljósi, smásögu eftir Laxness sem Halldór Guðmundsson segir byggða á reynslu skáldsins og nefnist „Steinninn minn helgi“ og stutta tilvitnun úr einni af minningasögum hans, Sjömeistarasögunni. Allar eiga þessar frásagnir sameiginlegt að lýsa vitrun ungra pilta. Olafi Kárasyni og sögumanni smásögunnar vitrast æðri heimur en hinn ungi Halldór í minningasögunni fær hugboð um eigin dauðdaga. Um þær segir Halldór Guðmundsson: En það er sameiginlegt þessum frásögnum, skrifuðum á sextíu ára tímabili, að þær lýsa vitrun ungs drengs í heimahögum. Skyndilega birtist honum innsýn í æðri heim og um leið fæðist nýr lífsskilningur: héðan af kemst ekkert annað að nema ritlistin (10). Þessar frásagnir notar hann því til að varpa ljósi á rætur þeirrar ákvörðunar Laxness að gerast rithöfundur. Þær slá tóninn fyrir það sem á eftir kemur og gefa í skyn að Halldór Laxness hafi nánast verið fæddur skáld. Frásögninni af ævi hans vindur fram í samræmi við það. Þráin eftir hinum æðri heimi, heimi fegurðar, verður leiðarstefið í frásögninni af lífi Laxness og skriftar- árátta hans tilraun til að fanga hann. í stuttum kafla sem fjallar um hlutverk fugla og fuglasala í skáldskap og hugsun Laxness segir: „Fuglamir vísa veg- inn inn í þann heim fegurðar sem Halldór skynjaði ungur í vitruninni við steininn og reyndi oft að nálgast í skáldskap sínum“ (90). Og um Heimsljós skrifar Halldór Guðmundsson: „Hvergi komst Halldór nær þeim heimi feg- urðar sem vitrast hafði honum í æsku en í þessari bók“ (452). Umfjöllunina um vitrun Laxness í bemsku er ekki síst hægt að skoða í ljósi orða Nadel: X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.