Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 88

Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 88
86 JÓN YNGVI JÓHANNSSON ANDVARI Aðferð Jóns Viðars gefur honum líka tækifæri til að fjalla um einstök verk Jóhanns í meiri smáatriðum en í hefðbundnari ævisögu. Greining hans og túlkun á fjórum helstu ljóðum Jóhanns tekur til að mynda yfir rúmar 20 síður. Þar er aðferðum hefðbundinnar ljóðgreiningar beitt af miklu kappi og ljóðin rökrædd við aðra fræðimenn. Þessi kafli er með þeim allra bestu í bókinni, Jón Viðar er góður lesandi og tekst að fjalla um Ijóðin á lifandi og skemmti- legan hátt án þess að slaka nokkurn tíma á ítrustu aðferðafræðilegum kröfum. En þótt slík dæmi séu fjölmörg er ekki þar með sagt að Jón Viðar neiti sér algerlega um að beita brögðum sem skáldsagnahöfundar eru kunnastir fyrir; hann kann til dæmis vel að vekja spennu með því að gefa hlutina í skyn og draga lesandann á upplýsingum. Jón Viðar hefur í bókinni dregið saman mikinn fróðleik um ævi Jóhanns og fjallar á vandaðan hátt um skáldverk hans. En það sem þó umfram allt heldur bókinni saman og gerir það að verkum að hún verðskuldar að vera kölluð ævisaga Jóhanns Sigurjónssonar er það að hún er öll byggð í kringum býsna ákveðna og djarfa kenningu um líf Jóhanns, skáldverk hans og tengslin þarna á milli. Kenning Jóns Viðars er af sálfræðilegum toga og hann nefnir þá Freud og Jung sem helstu áhrifavalda að henni. Jón Viðar orðar kenningu sína þannig snemma í bókinni: Dramað í lífi og list Jóhanns Sigurjónssonar snerist að minni hyggju í rauninni um eitt: vanda þess að verða fullorðinn. Honum var það að öðlast sjálfstæði frá foreldrunum, brjótast út úr öruggri en lokaðri veröld bemskunnar og axla ábyrgð á eigin lífi, verkefni og reynsla sem fyllti hann skelfingu og hann náði vísast aldrei að leysa til fullnustu á sinni skömmu ævi. Þetta varðar þó ekki mestu. Aðalatriðið er að sú glíma sem Jóhann þurfti að heyja við sjálfan sig og þá drauga sem upp vöktust innra með honum, þegar hann varð að stíga skrefið frá því að vera bam til þess að vera fullorðinn, fæddi af sér góðan skáldskap. Krafturinn og örvæntingin í þeim glímubrögðum eru líftaugin í list hans, geta hans til að tjá þau af djúpri sannfæringu, draga þau fram í dramatískum og ljóðrænum myndum með sammannlega skírskotun.2 Hér er sterkt tekið til orða. Kenningu Jóns er ætlað að skýra allt lífshlaup Jóhanns og vera lykillinn að öllum verkum hans. Ævi skáldsins og verk þess eru tengd sterkum böndum að mati Jóns Viðars og að flestum verkunum má beinlínis finna kveikjur í lífshlaupi hans. í bókinni allri er þessari kenningu fylgt eftir af festu og hún rökstudd kappsamlega. Það er einn af kostum bók- arinnar að það er verulega látið reyna á þessa kenningu höfundar, fyrirvarar eru fáir og flestar röksemdanna býsna sannfærandi. En þótt grundvallarkenning Jóns Viðars nýtist honum vel til að skýra margt í verkum Jóhanns getur myndmálið sem hann beitir orðið svolítið yfirdrifið og gefið í skyn að höfundur sé harðsvíraðri freudisti en raun ber vitni. Um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.