Andvari - 01.01.2005, Page 92
90
JÓN YNGVI JÓHANNSSON
ANDVARI
Við þessa lýsingu er ekkert að athuga og heimildir sem Jón Viðar vitnar
til styðja hana. En það er eins og ævisöguritarinn ætlist til meira af Ib en
Jóhanni. Hún á að bjarga honum af því að hann er svo veikur á svellinu en
aldrei er gerð krafa um að hann bjargi sér sjálfur. Hér gægist fram hugmynd
um hjónaband snillingsins, sem einlægt er karlkyns, og eiginkonu sem á að
líta á það sem helsta og jafnvel eina hlutverk sitt að vemda snillinginn fyrir
umhverfinu og sjálfum sér.
Auðvitað eru dæmin um slík hjónabönd fjöldamörg í lista- og bókmennta-
sögunni. Það er t.d. lærdómsríkt í meira lagi að ganga um heimili norrænna
karlkyns listamanna frá samtíma Jóhanns sem mörg hver hafa nú verið gerð
að söfnum og sjá hversu yfiþyrmandi patríarkar þeir voru flestir, og gildir þá
einu hvort við lítum til Halldórs Laxness, Sibeliusar eða Henriks Ibsen sem
Jón Viðar nefnir sem sérstaka fyrirmynd í þessum efnum.
Það er óneitanlega svolítið þversagnakennt að Jón Viðar skuli leggja sig
jafn mikið fram og raun ber vitni við að frelsa Jóhann undan einni goðsögn
- þeirri um hinn lífsglaða og kærulausa bóhem - en áfellast síðan Ib fyrir að
ganga ekki inn í annað jafn goðsagnakennt hlutverk. Hlutverk hinnar vemd-
andi og fómfúsu eiginkonu listamannsins sem fómar sjálfri sér og hamingju
sinni svo hann geti skapað í friði.
Það verður líka að viðurkennast að stundum standa heimildirnar sem Jón
Viðar birtir og túlkar um samband Jóhanns og Ib alls ekki undir þeim nei-
kvæðu dómum sem hann fellir um hana. Af þeim bréfum sem birt eru í bók-
inni og frásögnum þeirra sem til þekktu verður vart annað séð en að Ib og
Jóhann hafi verið mjög ástfangin hvort af öðru og oftast hamingjusöm - þótt
þar hafi vitanlega borið skugga á eins og í öllum samböndum.
Viðhorf Jóns Viðars til Ib smitar líka yfir í greiningu hans á leikverkum
Jóhanns. Halla í Fjalla-Eyvindi og ekki síður Steinunn í Galdra-Lofti koma
þannig heldur illa út úr greiningu Jóns Viðars á leikritunum. Steinunn er þar
ásökuð fyrir að vera meðsek í ógæfu Lofts vegna þess að hún sé „stjómsöm
og frek“ og jafnframt segir Jón Viðar: „Það er eðlilegt að vorkenna Steinunni
vegna fátæktar hennar og vamarleysis, en það væri fráleitt að skella allri
skuldinni á Loft. Hún hefur líka tekið þátt í leiknum, vel vitandi hversu litlar
líkur em á hjónabandi við hann - nema hún hafi haft möguleika á félags-
legri forfrömun á bak við eyrað sem bætir ekki um fyrir henni.“10 Steinunn
þekkir með öðrum orðum ekki sína stöðu í samfélaginu og fyrir það er hún
fordæmd.
Nú er auðvitað hægt að hafa þá skoðun að lík böm leiki best og fólk eigi
almennt ekki að rísa gegn hlutskipti sínu hversu bölvað sem það er, en það á
sér enga stoð í leikritinu sjálfu eða því sem höfundur lét frá sér fara um það.
Raunar er umfjöllunin um Galdra-Loft rýrust af þeim köflum sem fjalla um
leikrit Jóhanns. Fyrri rannsókna Jóns Viðars sjálfs er þar að litlu getið, enda