Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2005, Page 99

Andvari - 01.01.2005, Page 99
andvari RITHÖFUNDAR í ÚTLÖNDUM 97 ljóslega ákveðið „menningarauðmagn“ í þýðingum. Þetta staðfestir orð sem Walter Benjamin lét falla í þekktri ritgerð um að þýðingar væru nátengdar frægð (þ. ,,Ruhm“). Ritverk eru ekki orðin raunverulega „fræg“ (en það orð er á íslensku tengt því að fregna, sbr. þá sem fregnir fara af, í þessu tilviki: þá sem fara til annarra tungumála) fyrr en þau eru þýdd. Þýðingar tryggja lang- lífi og „þroska“ eða það sem Benjamin kallar „eftirþroska" (,,Nachreife“).3 Gildi og lífsmagn bókmenntaverka, og þarmeð tilkall þeirra til að teljast heimsbókmenntir, er ekki fullreynt fyrr en en verkið hefur verið þýtt á önnur mál. Og þetta gildi þarf svo yfirleitt að staðfesta með nýjum þýðingum þegar fram í sækir. Hið mikla átak sem fólst í nýlegum þýðingum íslendingasagna á ensku er til vitnis um að ýmsum þykir tími til kominn að alþjóðlegt framlag íslenskra miðaldabókmennta sé metið að verðleikum. En jafnframt segir nærvera erlendra bókmennta ýmislegt um íslenskt bók- menntalíf og menningu, um sjálfskilning hennar og staðsetningu gagnvart öðrum menningarheimum. II Bókmenntaverk eru þýdd af ýmsum ástæðum og þýðingin ein og sér nægir ekki til að tryggja sess í hefðarveldi bókmenntanna. Hér sný ég því aftur að upphaflegri spumingu minni: Hvernig má bera kennsl á, og leggja mat á, nær- veru og stöðu útlendra rithöfunda í bókmenntalífinu, þ.e. í hverju einstöku bókmenntakerfi, eins og því íslenska? Ég tel að fjórir meginþættir skipti þar mestu og að þeim verði að gæta: 1. Þýðingar á verkum hins erlenda höfundar. 2. Fræðileg, gagnrýnin eða önnur skipuleg umræða um erlenda höfund- inn og verk hans, þ.m.t. formálar, eftirmálar eða aðrar umsagnir sem fylgja Þýðingunni, ritdómar um þýðinguna og umfjöllun um verk höfundarins í skólum þar sem verkin eru lesin. 3. Almennt umtal eða vísanir til höfundarins eða verkanna, þ.e. skírskot- anir sem gefa til kynna eða staðfesta nærveru hans í menningunni, nærveru sem hægt er að „virkja" með snöggri ábendingu, jafnvel aðeins nafni höfund- arins, ljósmynd, osfrv. 4. Áhrif hins erlenda höfundar á hlutaðeigandi bókmenntir eða annars- konar textatengsl, þar sem verk/texti höfundarins birtist sem efniviður í sköpunarferli annars höfundar. Þessir þættir eru augljóslega innbyrðis tengdir á ýmsan hátt. Þegar einn höf- undur tengir sig við annan með áicveðnu orðalagi (og það getur verið til að hylla hann eða skopstæla, eða bara til að ítreka „almælt tíðindi“), þá getur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.