Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2005, Síða 101

Andvari - 01.01.2005, Síða 101
ANDVARI RITHÖFUNDAR í ÚTLÖNDUM 99 textum. Hér er um að ræða tilraun til að átta sig á „samskiptum“ mikilvægs erlends höfundar og hins íslenska bókmenntaheims, þ.e.a.s. greina ummerki um verk hans og viðurvist í íslensku samhengi. Vitaskuld skipta þýðingar miklu máli í þeim samskiptum, sem og tímasetning þýðinga eða „skortur" á þeim. Einnig skiptir máli að hér er um að ræða höfund sem hefur öðlast sterka stöðu í bókmenntum Vesturlanda, iðulega er vísað til sagnabóka hans sem lykilverka í bókmenntasögunni og þau nýtt til samanburðar í umræðu um önnur verk. Þannig virðast þau oft virka eins og loftvog á bókmenntalegt veðurfar í ýmsum menningarsamfélögum. III James Joyce varð mjög umtalaður höfundur eftir að frægasta verk hans, skáld- sagan Ulysses, kom út 1922. Mörgum þótti sem þetta verk, ásamt nokkrum öðrum, m.a. ljóðabálkinum The Waste Land eftir T.S. Eliot sem út kom sama ár, setti aukinn þunga í þá formgerðarbyltingu og framúrstefnutilþrif bók- menntanna sem staðið höfðu nokkra hríð og sem síðan hafa oft verið kennd við módemisma. Ekki varð þessa umróts mikið vart á Islandi, en þó birtust nokkur verk þar sem sjá má hliðstæða framúrstefnu og fáein þeirra eru jafn- vel í beinni samræðu við hræringar handan hafs, einkum þá Vefarinn mikli fi'á Kasmír eftir Halldór Laxness sem út kom 1927. Sumt í þessari skáldsögu er runnið úr expressjónisma og súrrealisma, eins og Laxness hefur sjálfur bent á, og sitthvað minnir á Joyce. Ekki þó svo mjög á Ulysses. Löngu síðar, í Skáldatíma, segir Laxness: Þekkíng mín á James Joyce var mestan part feingin úr tilvitnunum í samtímalegum bókmentaritgerðum frá surrealistisku árunum. Ég hafði Ulysses ekki milli handa í heilu lagi fyren okkur tveim kunníngjum tókst að fá eintak af bókinni á leigu sem smyglvöru fyrir dollar á dag í San Francisco 1928. En bókin var bönnuð í Ameríku þángaðtil 1933, í Einglandi nokkrum árum leingur. Sjálfur eignaðist ég ekki eintak af Ulysses fyren í París 1931, en síðan eitt eða fleiri á hverju ári um skeið, því svo margbannaðri bók var ævinlega stolið frá manni jafnharðan. Ég hef aldrei skilið hversvegna Joyce er ekki tal- inn höfuðskáld surrealismans, heldur ævinlega hafður í flokki útaf fyrir sig.5 Semsé, Laxness sér Ulysses ekki fyrr en árið eftir að Vefarinn kemur út og lætur að öðru leyti í það skína að hann hafi ekki þekkt Joyce vel. En Vefarinn er að mörgu leyti hliðstæður fyrri skáldsögu Joyce, A Portrait of the Artist as a Young Man. Bæði verkin standa líkt og á þröskuldi, heimur raunsæissög- hnnar er að baki og stigið er inn í brotaheim módemismans og á sama hátt standa aðalpersónurnar, Steinn og Stephen, á tímamótum, þar sem takast á frelsi nútímans, kall trúarinnar, sköpunarþráin og ástin.6 Þessar persónur halda í gagnólíkar áttir í sögulok og eins fara höfundarnir ólíkar leiðir í skáld-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.